Ekki var mikið a frétt hjá lögreglu í dagbók hennar í nótt en þó var eitt nokkuð athyglisvert mál í dagbók hennar.
Lögreglan var með ölvunarpóst á Bústaðarvegi en þar voru þrír ökumenn handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Einn ökumannanna reyndi að aka á brott af vettvangi og ók m.a. á móti umferð. Sá var stöðvaður eftir stutta eftirför og handtekinn.
Tilkynnt var um einstaklinga að hegða sér undarlega. Lögreglan fór á staðinn en þar var aðili sem var ekki í ástandi til að sjá um sig vegna ölvunar- eða vímuefnaneyslu. Honum boðið að gista í fangaklefa þangað til hann væri betur staddur sem hann þáði.
Talsvert var um minniháttar mál í miðbænum vegna ölvunar.
Þá var lögreglan kölluð til vegna þjófnaðar í þremur verslunum. Öll málin voru leyst með skýrslutöku á vettvangi.
Lögreglan hafði sömuleiðis afskipti af einstaklingum á bíl þar sem bíllinn hafði verið tilkynntur stolinn. Þjófarnir handteknir en þeir voru einnig undir áhrifum fíkniefna.