Allt stefnir í að kennarar fari í verkfall á morgun en Samninganefndir Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa reynt í allan dag að semja um kaup og kjör áður en slíkt gerist. Samkvæmt heimildum fjölmiðla gengur samningsaðilum illa að ná saman.
Verði af verkfalli munu kennarar í 14 leikskólum um allt land leggja niður störf ótímabundið og sjö grunnskólum en það verkfall verður bundið við meirihluta febrúar, eins og staðan er í dag.
Kennarar sem Mannlíf ræddi við eru ekki bjartsýnir á að takist að semja áður en til verkfalls kemur. „Við eigum betra skilið en það sem okkur hefur verið boðið,“ sagði einn kennarinn við Mannlíf.
Kennarar í eftirfarandi leikskólum fara í ótímabundið verkfall:
Leikskóli Seltjarnarness
Leikskólinn Holt í Reykjanesbæ
Leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík
Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki
Leikskóli Snæfellsbæjar
Hulduheimar á Akureyri
Höfðaberg í Mosfellsbæ
Lundaból í Garðabæ
Lyngheimar í Reykjavík
Lyngholt á Reyðarfirði
Óskaland í Hveragerði
Rauðhóll í Reykjavík
Stakkaborg í Reykjavík
Teigasel á Akranesi
Kennarar í eftirfarandi grunnskólum fara í tímabundið verkfall:
Árbæjarskóli í Reykjavík
Garðaskóli í Garðabæ
Heiðarskóli í Reykjanesbæ
Egilsstaðaskóli á Egilsstöðum
Engjaskóli í Reykjavík
Grundaskóli á Akranesi
Lindaskóli í Kópavogi