Hákon Valdimarsson, leikmaður Brentford og íslenska landsliðsins, fékk stórt tækifæri í dag til að sanna sig sem háklassa markmaður í ensku úrvalsdeildinni.
Hákon stóð í marki Brentford í leik liðsins gegn Tottenham fyrr í dag en Mark Flekken, aðalmarkmaður Brentford, er lítillega meiddur og fékk Hákon því tækifærið. Þetta var annar leikur Hákonar í ensku úrvalsdeildinni en hann kom inn á fyrr á tímabilinu þegar Flekken meiddist í miðjum leik. Þetta var því fyrsti leikur hans í byrjunarliði liðsins í ensku úrvalsdeildinni.
Hákon fékk á sig tvö mörk og tapaði lið hans með tveimur mörkum gegn engu og varð hann fyrir óláni að vera klobbaður af leikmanni Tottenham í seinna markinu. Hákon er sem stendur eini Íslendingurinn sem spilar í ensku úrvalsdeildinni og vonast til þess að hann nái að vinna sér sæti sem byrjunarliðsmaður hjá Brentford fyrr en síðar.
Hákon hefur undanfarið verið aðalmarkmaður íslenska landsliðsins en hann hefur leikið 17 landsleiki fyrir hönd Íslands.