Mánudagur 3. febrúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Logi tók leynilega upp samtal við Arnar Grant: „Þú myndir aldrei fara niður á grátandi stelpu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta meikar bara engan sens, Logi. Þú myndir aldrei fara niður á grátandi stelpu. Sama þótt ég myndi biðja þig um það. Þú myndir aldrei gera það,“ segir Arnar Grant einkaþjálfari á leynilegri upptöku sem Logi Bergman, fyrrverandi sjónvarpsmaður, gerði af símtali á milli þeirra.

Logi missti vinnuna sem þáttastjórnandi hjá Árvakri í framhaldi þess að Vítalía Lazereva sakaði hann um að hafa brotið gegn sér á Hótel Hamri í Borgarnesi með leyfi frá Arnari Grant sem var herbergisfélagi hennar á þeim tíma. Um var að ræða golfferð þann 17. júní 2021. Arnar var með Loga og félögum hans í för en Vitalía var leynilega með Arnari sem var á þeim tíma kvæntur.

Hótel Hamar í Borgarfirði.

Uppákoman á hótelherberginu varð þegar Logi fór að athuga með Arnar sem hafði horfið upp á herbergi undir því yfirskyni að hann væri slappur. Félagarnir tóku að óttast um Arnar og Logi fór og bankaði á dyr herbergisins en fékk ekkert svar. Þá fékk hann lykil að herberginu hjá hótelstarfsmanni og opnaði herbergið og þá komst upp um leynigest Arnars.

„Ég er búinn að hugsa þetta hundrað sinnum. Ég hefði átt að láta einhvern hótelstarfsmann tékka ykkur en ég hafði bara áhyggjur af ykkur, hvort það væri eitthvað að,“ segir Logi í upptökunni.

„Ég var búinn að segja við ykkur að ég væri eitthvað slappur og ætlaði upp á herbergi,“ samsinnir Arnar.

„Ég hélt bara að þú hefðir fengið hjartaáfall eða eitthvað,“ segir Logi og Arnar segist skilja það.

- Auglýsing -

„Þið bönkuðuð á dyrnar. Svo er rætt um það í öllum fjölmiðlum að þetta hafi gert í september þegar hið rétta er að þetta gerðist 17 júní,“ segir Arnar. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að Vítalía var aftur í för með Arnari á sömu slóðum þremur mánuðum seinna, þegar golfhópurinn var næst að spila á Hamarsvelli.

Við erum þrjú sem vitum þetta alveg

Allt fór á annan endann þegar Vítalía sagði frá því í hlaðvarpi Eddu Falak, Eigin konur, 4. janúar 2022 að Logi hefði brotið gegn sér með leyfi Arnars. Þannig hefði hún grátið þegar henni var gert að hafa munnmök við Loga eftir að hafa dregið spil þar að lútandi. Vítalía sagði upphaflega að Arnar hafi viljað tryggja þögn Loga með því að bjóða honum aðgang að sér. Eftir að málið kom upp var Logi rekinn úr vinnu sinni og farsæll ferill hans í kaldakoli.

Nokkru eftir þátt Eddu hafði Logi samband við Arnar símleiðis og hljóðritaði símtalið án vitundar Arnars. Þar segir Logi að það sé búið að reka hann en hann mun i berjast eins og hann geti. Svo fór hann yfir málið.

- Auglýsing -

„Ég geng inn á ykkur, ég tala við ykkur, ég fer. Það er ekkert sem gerist,“ segir Logi og Arnar samþykkir.

„Við erum þrjú sem vitum þetta alveg. Við erum á sömu blaðsíðunni með þetta, alveg,“ segir Arnar og Logi áréttar hvort þetta hafi ekki verið hans upplifun.

„Jú, þetta er mín upplifun. Þetta var svona,“ svarar hann.

„Mér hefur verið sagt upp fyrir sakir sem eru ekki sannar. Ég hef aldrei snert þessa konu. Ég mun ábyggilega einhvern tímann fara í mál við Moggann, eða eitthvað,“ segir Logi og segir það eina sem hann óttist sé að Arnar og Vítalía muni byrja aftur saman og þannig endi málin.

„Nei, ég hef aldrei verið með henni og ég var undir hælnum á henni allan tímann,“ segir Arnar og lýsir því yfir að síðan hafi komið í ljós að Vítalía hafi verið með „fjárkúgun bakdyramegin“.

Logi spyr hvað hann eigi við með þeim orðum og fær það svar að hún hafi verið að reyna að kúga fjórmenningana í pottamálinu.

„Hún  var að reyna að fjárkúga strákana. Þegar hún fer í þetta viðtal er hún búin að vera í miklum samningaviðræðum við þá með upphæð sem ætti að borga henni,“ segir Arnar og segir að ekki hafi gengið saman með þeim og þess vegna hafi hún farið í viðtalið til Eddu.

Logi spyr þá hvort Vítalía sé að ljúga upp á sig til þess að hefna sín. Arnar samsinnir því.

„Já líka til þess að gera málið stærra. Hún er bara að reyna að skemma sem mest til að gera sjálfa sig trúverðugri.

Logi veltir því upp að Vítalía hafi haft samband við sig og náð að veiða sig í gildru.

„Hún hefur allt í einu samband við mig. Þá varst þú búinn að segja mér að vera bara auðmjúkur, eitthvað og biðjast afsökunar á að hafa vaðið inn (í herbergið) og vera dónalegur við hana í samskiptum. Þá veiðir hún mig, þá nappar hún mig. Það sem er svo óþægilegt er að hún byrjar að setja samskipti hérna út í loftið. Hún byrjar að fá játningu hjá mér. Þá er hún ekki að tala um Borgarnes. Þegar hún er komin með játninguna frá mér þar sem ég segist taka ábyrgð, þá byrjar hún að tala um Borgarnes.  Það var planað hjá henni,“ segir Logi á upptökunni.

Arnar Grant og Vítalía Lazareva. Samsett mynd.

 

„Ég er bara með áfallastreituröskun“

„Hún var með þetta planað allan tímann. Hún er búin að gera þetta áður. Ég er með email frá manni sem hefur lent í henni líka með fjárkúganir,“ segir Arnar.

Logi spyr hvort sá hafi borgað og svarið er nei.

Hann segir að öll smáatriðin í frásögn Vítalíu komi sér á óvart. Framburður hennar bendi til persónuleikaröskunar. „Rosalegt hatur, rosaleg heift og ofsaleg reiði,“ segir Logi.

Logi lýsir því í símtalinu hve dýrkeypt ásökunin hafi reynst sér. Hann hafi í fyrsta sinn verið rekinn úr vinnu.

„Ég er bara með áfallastreituröskun. Bara búinn að vera ónýtur frá því þetta byrjaði og geri ráð fyrir að þú sért eins,“ segir Logi.

Arnar staðfestir það og segir að hann sem starfi við að hjálpa öðrum en þurfi nú að huga að sjálfum sér.

„Ég er að hjálpa sjálfum mér bara núna. Það tók nokkra daga að átta mig á stöðunni“.

Skömmu eftir að Logi tók upp samtalið tóku Vítalía og Arnar aftur saman. Vítalía dró til baka ásakanir um að Logi hefði misnotað hana og sagði að hann hefði ekki gert neitt sem hún ekki samþykkti. En þá var líf Loga þegar komið á annan endann og engin leið til baka.

Mannlíf hafði samband við Loga sem nú býr í Washington. Hann sagðist ekkert vilja tjá sig um málin og lagðist gegn því að upptakan yrði birt í heild sinni.

„Ég hef engan áhuga á að blanda mér í mál þessa fólks,“ sagði Logi í skriflegu svari til Mannlífs. Hann hefur aldrei tjáð sig um málið fyrir utan einfalda yfirlýsingu á Facebook um að hann væri saklaus og hefði aldrei beitt konur obeldi.

Upptakan sem um ræðir var lögð fram til í kærumáli á hendur Vítalíu og Arnari fyrir fjárkúgun. Ríkissaksóknari ákvað að hætta rannsókn þess máls á þeim grundvelli að ekki væru líkur á sakfellingu fyrir dómi. Kærumáli Vítalíu á hendur fjórmenningunum sem komu við sögu í pottamálinu fékk sömu örlög og rannsón þess er hætt. Í næsta hluta úttektar Mannlífs á þessu máli sem skók íslenskt samfélag verður fjallað um þann hluta málsins. Þar verður upplýst hvað Arnar sagði um pottamálið.  

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -