Drukk nir og dópaðir ökumenn settu lit sinn á störf l,ögreglu í nótt. Þá voru nokkrir ökuníðingar gripnir.
Lögregla aðstoðaði tvo ökumenn vegna umferðaróhapps sem varð beint fyrir framan lögreglu. Óhappið var minniháttar og endaði málið með því að tjónatilkynning var fyllt út af ökumönnunum.
Tveir ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur en sá þeirra sem fór hraðar ók á 140 kæilómetra hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80.
Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Laus eftir hefðbundið ferli. Hann var látinn laus eftir að blóð var dregið úr honum.
Annar ökumaður var einnig stöðvaður í akstri, grunaður um að vera undir áhrifum. Sá var einnig sviptur ökuréttindum.
Þrír ökumenn voru stöðvaðir fyrir hraðakstur. Þeir hraðari voru á 137 og 138 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80
Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Laus eftir hefðbundið ferli.