Ekki tókst að semja við kennara um kaup og kjör í gær og hafa þeir því farið í verkfall. Deilan hefur staðið lengi yfir og fóru kennarar í stutt verkfall í fyrra en var þeim síðan frestað. Deiluaðilar sátu lengi við samningsborðið í gær en ekki tókst að komast að samkomulagi. Munu því kennarar í 14 leikskólum fara í verkfall og sjö grunnskólum.
Grunnskólakennari sem Mannlíf ræddi telur að verkfallið verði ekki mjög langt. „Mín tilfinning er að þetta endist kannski í tvær vikur. Það vilja fáir fara í allsherjarverkfall þó það komi klárlega til greina.“
Kennarar í eftirfarandi leikskólum fara í ótímabundið verkfall:
Leikskóli Seltjarnarness
Leikskólinn Holt í Reykjanesbæ
Leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík
Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki
Leikskóli Snæfellsbæjar
Hulduheimar á Akureyri
Höfðaberg í Mosfellsbæ
Lundaból í Garðabæ
Lyngheimar í Reykjavík
Lyngholt á Reyðarfirði
Óskaland í Hveragerði
Rauðhóll í Reykjavík
Stakkaborg í Reykjavík
Teigasel á Akranesi
Kennarar í eftirfarandi grunnskólum fara í tímabundið verkfall:
Árbæjarskóli í Reykjavík
Garðaskóli í Garðabæ
Heiðarskóli í Reykjanesbæ
Egilsstaðaskóli á Egilsstöðum
Engjaskóli í Reykjavík
Grundaskóli á Akranesi
Lindaskóli í Kópavogi