Mánudagur 3. febrúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Verkfall skollið á – Börnin sitja eftir heima: „Þetta endist kannski í tvær vikur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekki tókst að semja við kennara um kaup og kjör í gær og hafa þeir því farið í verkfall. Deilan hefur staðið lengi yfir og fóru kennarar í stutt verkfall í fyrra en var þeim síðan frestað. Deiluaðilar sátu lengi við samningsborðið í gær en ekki tókst að komast að samkomulagi. Munu því kennarar í 14 leikskólum fara í verkfall og sjö grunnskólum.

Grunnskólakennari sem Mannlíf ræddi telur að verkfallið verði ekki mjög langt. „Mín tilfinning er að þetta endist kannski í tvær vikur. Það vilja fáir fara í allsherjarverkfall þó það komi klárlega til greina.“

Kennarar í eftirfarandi leikskólum fara í ótímabundið verkfall:

Leikskóli Seltjarnarness
Leikskólinn Holt í Reykjanesbæ
Leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík
Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki
Leikskóli Snæfellsbæjar
Hulduheimar á Akureyri
Höfðaberg í Mosfellsbæ
Lundaból í Garðabæ
Lyngheimar í Reykjavík
Lyngholt á Reyðarfirði
Óskaland í Hveragerði
Rauðhóll í Reykjavík
Stakkaborg í Reykjavík
Teigasel á Akranesi

Kennarar í eftirfarandi grunnskólum fara í tímabundið verkfall:

Árbæjarskóli í Reykjavík
Garðaskóli í Garðabæ
Heiðarskóli í Reykjanesbæ
Egilsstaðaskóli á Egilsstöðum
Engjaskóli í Reykjavík
Grundaskóli á Akranesi
Lindaskóli í Kópavogi

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -