Mánudagur 3. febrúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Ósáttur við orð Magnúsar um brottflutta Grindvíkinga: „Allur hetjuskapur hverfur með viðhorfi hans“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Grindvíkingurinn Björn Birgisson er allt annað en sáttur við samborgara sinn, Magnús Gunnarsson sem kallar bæjarstjóra Grindavíkur og þá bæjarbúa sem fluttu úr bænum vegna tíðra eldgosa, lufsur, í nýrri Facebook-færslu.

„Lufsur!

Elskulegur samborgari í Grindavík til margra ára, Magnús Gunnarsson, var að endurbirta myndband með sérstakri úttekt og umsögn um bæjarstjóra Grindavíkur og þá samborgara sína sem fluttu burtu og eru margir að velta fyrir sér hvort gáfulegt sé að flytja heim eða ekki.
Margir eru að hugleiða snjallan millileik með því að gera hollvinasamning við Þórkötlu og máta sig þannig við Grindavík að nýju.

Það erum við að gera.“ Þannig hefst Facebook-færsla samfélagsrýnisins frá Grindavík, Björns Birgissonar sem hann birti í gær. Segir hann Magnús kalla bæjarstjórann og brottflutta Grindvíkinga lufsur:

„Þessi elskulegi Magnús hefur þá trú á bæjarstjóranum og brottfluttum að hópinn þann – yfirgnæfandi meirihluta bæjarbúa – kallar hann lufsur.
Hann velur þá drengilegu umsögn um vel á fjórða þúsund samborgara sína.
Framtíðarhorfur þessa elskulega Magnúsar fyrir Grindavík eru:
„Hér verða sennilega bara útlendingar í framtíðinni, harðduglegt fólk. Ekki þessar lufsur sem flýðu af hólmi og sést hvorki tangur né tetur af.“
Síðan veit hann fullvel að „nú móðgast einhverjir, en hverjum er ekki slétt sama!““
Björn segist ekki telja að nokkur móðgist alvarlega, þar sem fáir taki mark á orðum Magnúsar.

„Held að enginn móðgist neitt alvarlega, því ég er þess fullviss að afskaplega fáir taka mark á orðum þessa elskulega Magnúsar, sem af einhverjum hvötum telur sig ítrekað þurfa að drulla yfir hluta bæjarstjórnar Grindavíkur, bæjarstjórann og svo eitthvað á fjórða þúsund samborgara sinna, að ekki sé nú minnst á aðra sem komið hafa að málefnum bæjarins eftir rýminguna í nóvember 2023.“

- Auglýsing -

Að lokum segir Björn að hetjuljóminn sem Magnús telji umlykja sig hverfi vegna viðhorfa hans til samborgara sinna og segir hann „ekki neitt aðdráttarafl“ fyrir þá sem hugleiða að flytja aftur heim í Grindavík.

„Líklega lítur hann á sig sem hetjuna sem ekki hopaði af hólmi, en allur hetjuskapur hverfur með viðhorfi hans og skammarlegu framferði gagnvart öðru fólki.
Mér vitanlega hefur ekkert af þessu fólki gert þessum elskulega Magnúsi nokkurn skapaðan hlut, en líklega sækist það ekkert sérstaklega eftir samvistum við hann eftir þessar köldu kveðjur hans til brottfluttra samborgara sinna.
Hann er alla vega ekki neitt aðdráttarafl fyrir fólk sem enn er að hugleiða heimflutning í framtíðinni.
Þvert á móti.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -