Fyrrverandi rappkóngurinn Diddy var lagður inn á sjúkrahús í New York í síðustu viku eftir að hafa fundið fyrir verkjum í hné.
Áreiðanlegar heimildir segja slúðurmiðlinum TMZ að tónlistarmógúllinn hafi verið fluttur á sjúkrahús í Brooklyn frá Metropolitan-fangageymslunni á fimmtudag.
Samkvæmt NY Post var Diddy á sjúkrahúsinu í segulómun (e. MRI) vegna þess að „hné hans var að angra hann“. Sagt er að rapparinn hafi sögu um hnékvilla.
Lögmaður Diddy, Marc Agnifilo, gat lítið svarað TMZ en hann sagði: „Ég get ekki tjáð mig um neitt sem tengist fangahreyfingum. Einnig get ég ekki tjáð mig um neitt sem tengist hugsanlegum læknisfræðilegum vandamálum.“
Diddy, sem heitir réttu nafni Sean Combs, bíður nú réttarhalda vegna mannsalsáskana.