Sundkonan Sigrún Þuríður Geirsdóttir syndi í nótt Eyjasundið fyrst kvenna og varð þar með fimmti Íslendingurinn sem syndir þessa leið.
Eyjasundið er um ellefu kílómetra langt og liggur milli Vestamanneyja og Landeyjarsands. Það tók Sigrúnu fjóra og hálfa klukkustund að synda leiðina en hún lagði af stað frá Eiðinu í Heimaey klukkan eitt í nótt. Veðurskilyrði voru hagstæð og sundið gekk vel.
„Mér leið mjög vel í byrjun sundsins en sjávarföllin, að sögn skipstjórans, voru einkennileg því í austurfallinu rak mig til vesturs en ekki austurs. Mér varð óglatt og kastaði aðeins upp en annars leið mér ágætlega. Hausinn á mér var góður allan tímann og reyndi ég að hugsa alltaf jákvætt, ég söng í huganum og var alltaf að hugsa um hversu langt ég var komin miðað við önnur sund sem ég hef synt,“ segir Sigrún Þuríður í fréttatilkynningu.
„Ég söng í huganum og var alltaf að hugsa um hversu langt ég var komin miðað við önnur sund sem ég hef synt.“
Árið 2015 varð hún fyrst íslenskra kvenna til að synda yfir Ermasundið en hún hefur að auki farið leiðina tvisvar í boðsundi. Í haust ætlar hún enn ná ný að þreyja sundið og nú í boðsundi með nokkrum öflugum sjósundsvinkonum og safna í leiðinni áheitum fyrir fyrir umhverfissamtökin Bláa herinn.
Sigrún er frænka sjósundkappans Eyjólfs Jónssonar sem fyrstur syndi Eyjasundið í júlí árið 1959, fyrir 60 árum, en Sigrún segist með sundinu hafa viljað heiðra minningu hans.
Haraldur Geir Hlöðversson úr Vestmannaeyjum, Jóhannes Jónsson eiginmaður Sigrúnar og Harpa Hrund Berndsen fylgdu Sigrúnu á sundinu. Björgunarsveitin Dagrenning frá Hvolsvelli tók á móti heni þegar hún kom í land á Landeyjarsand.