Þriðjudagur 4. febrúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Hitnar undir Herdísi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Staða Herdísar Fjeldsted, forstjóra Sýnar, er erfið. Gengi hlutabréfa Sýnar náði í gær sögulegu lágmarki og er augljóst að markaðurinn hefur litla trú á félaginu. Um miðjan mánuðinn verður birt milliuggjör félagsins. Þar flýgur fyrir að útkoman sé langt undir væntingum hluthafa olg stóll forstjórans sjóðheitur. Hákon Stefánsson, stjórnarformaður Sýnar, hefur lýst stuðningi við Herdísi og stefnu hennar. Óvíst er að hann gangi í takti við hluthafa.

Mikikl ólga hefur verið meðal starfsmanna Sýnar í stjórnartíð Herdísar. Fjöldi starfsmanna úr hópi millistjórnneda hefur hætt störfum að eigin frumkvæði eða verið rekinn. Talsvert ráðaleysi hefur verið í stjórnun félagsins og hefur stefnan verið út og suður. Um tíma stóð til að selja eignir út úr félaginu en halda eftir fjarskiptahluta Vodafone. Seinna var svo ákveðið að halda öllu í pottinum, efla innviði og blása til sóknar. Þá voru fréttir Stöðvar 2 opnaðar almenningi.

Milljarðatap blasir við hluthöfum og óróleiki er á meðal þeirra ekki síður en í starfsmannahópnum. Beðið er í ofvæni eftir uppgjörinu og tíðinda að vænta á næstunni …

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -