Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri og stjórnarformaður Landsbanaknas, lést síðastliðinn sunnudag, 2. febrúar 2025. Hann var 84 ára.
Björgólfur fæddist 2. janúar 1941. Hann var sonur hjónanna Kristínar Davíðsdóttur húsmóður og Guðmundar Ólafssonar bílstjóra. Morgunblaðið segir frá andlátinu og rekur æviferil hans.
Björgólfur nam við Gagnfræðaskólann við Hringbraut og síðan Verslunarskólann og útskrifaðist þaðan stúdent 1962.
Björgólfur var áberandi í viðskiptalífinu um langt árabil. Hann var einkar llitríkur. Á ferli han skiptust skin og skúrir. Þekktastur var hann sem aðaleigandi Landsbsbankans og áður Hafskips. Hann stofnaði Dósagerðina hf. 1962. Árið 1977 var hann ráðinn forstjóri Hafskips hf. sem hann stýrði til 1986. Árið 1991 var hann ráðinn forstjóri Gosan, síðar Viking Brewery. Árið 1995 stofnaði hann drykkjagerðina Bravo í Pétursborg í Rússlandi í félagi við son sinn Björgólf Thor og fleiri. Upp frá því sinnti Björgólfur fjárfestingum og stjórnarsetu í fjölda fyrirtækja, þar á meðal Bravo International, Pharmaco, Primex og Balkanpharma. Hann var um tíma aðaleigandi að Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Eftir kaup á Landsbankanum árið 2003 varð Björgólfur að formaður í bankaráði hans til fjármálahrunsins 2008. Hann var formaður stjórnar Portusar hf. sem hannaði og hóf byggingu Hörpu og aðaleigandi fótboltafélagsins West Ham í Lundúnum 2006-2009.
Björgólfur gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann var um tíma formaður Varðar. Björgólfur var einn stofnenda SÁÁ og formaður samtakanna um árabil. Hann var formaður knattspyrnudeildar KR 1998-2002 og lengi aðalræðismaður Búlgaríu. Hann var sæmdur fálkaorðunni 2005.
Árið 1963 gekk Björgólfur að eiga Þóru Hallgrímsson (f. 1930, d. 2020). Þau áttu fimm börn; Friðrik Örn Clausen (látinn), Hallgrím, Margréti (látin), Bentínu og Björgólf Thor.