Þriðjudagur 4. febrúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Björgólfur er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björgólf­ur Guðmunds­son, fyrrverandi forstjóri og stjórnarformaður Landsbanaknas,  lést síðastliðinn sunnu­dag, 2. fe­brú­ar 2025. Hann var 84 ára.

Björgólfur fædd­ist 2. janú­ar 1941. Hann var  son­ur hjón­anna Krist­ín­ar Davíðsdótt­ur hús­móður og Guðmund­ar Ólafs­son­ar bíl­stjóra. Morgunblaðið segir frá andlátinu og rekur æviferil hans.

Björgólfur nam við Gagn­fræðaskól­ann við Hring­braut og síðan Versl­un­ar­skól­ann og út­skrifaðist þaðan stúd­ent 1962.

Björgólfur var áberandi í viðskiptalífinu um langt árabil. Hann var einkar llitríkur. Á ferli han skiptust skin og skúrir. Þekktastur var hann sem aðaleigandi Landsbsbankans og áður Hafskips. Hann stofnaði Dósa­gerðina hf. 1962. Árið 1977 var hann ráðinn for­stjóri Haf­skips hf. sem hann stýrði til 1986. Árið 1991 var hann ráðinn for­stjóri Gos­an, síðar Vik­ing Brewery. Árið 1995 stofnaði hann drykkja­gerðina Bra­vo í Pét­urs­borg í Rússlandi í fé­lagi við son sinn Björgólf Thor og fleiri. Upp frá því sinnti Björgólf­ur fjár­fest­ing­um og stjórn­ar­setu í fjölda fyr­ir­tækja, þar á meðal Bra­vo In­ternati­onal, Pharmaco, Pri­mex og Balk­an­pharma. Hann var um tíma aðaleigandi að Árvakri, út­gáfu­fé­lagi Morg­un­blaðsins.

Eft­ir kaup á Lands­bank­an­um árið 2003 varð Björgólf­ur að formaður í bankaráði hans til fjár­mála­hruns­ins 2008. Hann var formaður stjórn­ar Portus­ar hf. sem hannaði og hóf bygg­ingu Hörpu og aðal­eig­andi fót­bolta­fé­lags­ins West Ham í Lund­ún­um 2006-2009.

Björgólf­ur gegndi marg­vís­leg­um trúnaðar­störf­um fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn. Hann var um tíma formaður Varðar. Björgólfur var einn stofn­enda SÁÁ og formaður samtakanna um ára­bil. Hann var formaður knatt­spyrnu­deild­ar KR 1998-2002 og lengi aðalræðismaður Búlgaríu. Hann var sæmd­ur fálka­orðunni 2005.

- Auglýsing -

Árið 1963 gekk Björgólf­ur að eiga Þóru Hall­gríms­son (f. 1930, d. 2020). Þau áttu fimm börn; Friðrik Örn Clausen (lát­inn), Hall­grím, Mar­gréti (lát­in), Bentínu og Björgólf Thor.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -