Þriðjudagur 4. febrúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Sérfræðingar bíða átekta: „Staðan við Svartsengi er nú í raun þannig að beðið er eftir eldgosi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eldfjalla- og náttúruváhópur Suðurlands á Facebook segja að nú sé staðan þannig við Svartsengi að beðið sé eftir eldgosi.

Í færslu hjá hópnum segir: „Staðan við Svartsengi er nú í raun þannig að beðið er eftir eldgosi. Frá lokum síðasta eldgoss hefur því verið spáð að líkur á öðru eldgosi myndu vaxa verulega í kringum mánaðamót janúar/febrúar.“

Með færslunni birtir hópurinn mynd frá Veðurstofu Íslands þar sem sjá má núverandi stöðu í kvikusöfnun undir Svartsengi en kvikumagnið er áætlað í kringum 35 milljónir rúmmetra, sem er svipað og safnaðist fyrir eldgosið í maí.

Það styttist í eldgos.
Mynd: Veðurstofa Íslands

Að lokum segir í færslunni að það þurfi þó talsvert meira af kviku að safnast upp til þess að það jafnist á við síðustu tvö eldgos:

„Nokkuð meira þurfti þó til áður en síðustu tvö eldgos urðu, eða 38-40 milljónir. Um 40 milljónir rúmmetra söfnuðust undir Svartsengi í aðdraganda eldgossins í ágúst, sem reyndist síðan stærsta eldgosið hingað til.“

Fólkið á bakvið Facebookhópnum eru sérfræðingar í jarðvísindum, þeir Daníel Freyr Jónsson, jarðfræðingur (M.Sc.), Einar Sindri Ólafsson, jarðfræðingur (M.Sc.), Ragnar Sigurðarson, jarðfræðingur (B.Sc.) og Stefán Á. Þórðarson, jarðfræðingur (B.Sc.).

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -