- Auglýsing -
Karlmaður á fimmtugsaldri sem var úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald í janúar að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á alvarlegri líkamsárás í húsi á Kjalarnesi á nýársnótt mun sitja í gæsluvarðhaldi í fjórar vikur til viðbótar. Er það gert á grundvelli almannahagsmuna samkvæmt lögreglu.
Tveir slösuðust alvarlega í árásinni þar sem hnífi var beitt og hlaut annar þeirra lífshættulega áverka. Maðurinn var handtekinn á vettvangi.
Rannsókn málsins miðar vel að sögn lögreglu.