Þriðjudagur 4. febrúar, 2025
-1.2 C
Reykjavik

Búið að ákveða hver lýsir Eurovision og hver kynnir stig Íslands: „Við erum í skýjunum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Búið er að ákveða hvaða einstaklingar muni leika lykilhlutverk í sjónvarpsútsendingu RÚV á Eurovision á Íslandi.

Í samtali við Mannlíf staðfesti Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar, að búið væri að ákveða hver muni lýsa Eurovision og hver muni kynna stig Íslands. Hann vildi þó ekki gefa upp hvaða fólk um ræðir. „Við munum tilkynna um það eftir Söngvakeppnina.“

Gísli Marteinn Baldursson hefur lýst því sem fram fer í Eurovision með hléum frá árinu 2003, og öllum keppnum frá árinu 2016. Hann ákvað hins vegar að lýsa ekki í fyrra vegna þátttöku Ísrael í keppninni. Guðrún Dís Emilsdóttir sá um að lýsa keppninni í fyrra ásamt Gunnari Birgissyni íþróttafréttamanni.

Margir gestir og mikið stuð

En það verður einnig mikið verður um dýrðir á Söngvakeppninni en meðal þeirra sem koma fram er finnski söngvarinn Käärijä sem hafnaði í 2. sæti í Eurovision 2023 með lagið Cha Cha Cha.

„Við erum í skýjunum yfir því að fá allt þetta frábæra listafólk með okkur á stóra sviðið í Gufunesinu. Käärijä hefur til að mynda notið gríðarlegra vinsælda hér á landi og það verður gaman að sjá hann trylla áhorfendur í höllinni á úrslitakvöldinu. Og áhorfendur munu alveg örugglega gleðjast yfir Heru, Aroni Can, Hr. Hnetusmjör og Jóhönnu Guðrúnu sem mun m.a. taka lagið Is It True? sem lenti í 2. sæti í Eurovision 2009. Og hún verður ekki ein á sviðinu, því bakraddirnar sem voru með henni í Moskvu 2009, þau Friðrik Ómar, Hera Björk og Erna Hrönn, ætla að vera með henni. Svo verða líka allskonar uppákomur. Ég veit að kynnarnir okkar, þau Benni, Fannar og Gunna Dís, munu bjóða upp á ansi margt skemmtilegt. Ég held að nú geti fjölskyldur landsins farið að hlakka til,“ sagði Rúnar.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -