Þriðjudagur 4. febrúar, 2025
-1.2 C
Reykjavik

Minnst fimm skotnir í árás í sænskum skóla – Lögreglan biður almenning að halda sér fjarri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fimm manns hafa verið skotnir innandyra í Campus Risbergska-skólann í Örebro, Svíþjóð. Umfangsmikið lögreglustarf stendur yfir og er almenningur á Västhaga-svæðinu hvattur til að halda sig innandyra. Samkvæmt upplýsingum Expressen skaut gerandinn sjálfan sig.

Skömmu eftir klukkan 12:30 í dag barst lögreglu tilkynning um skotárás í Campus Risbergska-skólanum í Örebro. Fimm manns hafa verið skotnir og hvetur lögregla almenning á Västhaga svæðinu að halda sig innandyra. Ekki er vitað um meiðsl hinna fimm sem skotnir voru en fjölmiðlar í Svíþjóð telja ljóst að einhverjir hafi látist í árásinni.

Skotárásin átti sér stað á Campus Risbergska-skólanum, þar sem fullorðinsfræðsla í Örebro er til húsa. Umfangsmikið lögreglustarf stendur yfir á svæðinu en björgunarsveitir og sjúkrabíll eru einnig á staðnum.

Samkvæmt sænskum fjölmiðlum skaut gerandinn úr hálfsjálfvirku skotvopni en skothylki fundust á göngum skólans. Óljósar fréttir segja að skotmaðurinn hafi skotið sjálfan sig en lögreglan segir hættuna ekki vera liðna hjá.

Almenningur er hvattur til að halda sig fjarri Västhaga svæðinu, að öðrum kosti halda sig innandyra eða fara í aðra átt en árásin átti sér stað. Almenningur er einnig hvattur til að hlusta á lögreglumenn á vettvangi.

Nemandi skólans var að taka upp myndskeið á síma sinn þegar skotárásin hófst en hægt er að sjá myndskeiðið hér.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -