Íslendingar geta séð fulltrúa sinn í nýjustu Marvel-ofurhetjumyndinni, Captain America: Brave New World en Jóhannes Haukur Jóhannesson fer þar með hlutverk.
Jóhannes Haukur leikur þar málaliðann Lawrence Chesney/Copperhead sem starfar náið með Seth Voelker/Sidewinder, sem Giancarlo Esposito túlkar.
Um er að ræða fjórður Captain America kvikmyndina frá Marvel en þetta er sú fyrsta þar sem Athony Dwane Mackie leikur kafteininn þrautsegja. Önnur aðalhlutverk eru í höndum Harrison Ford, Liv Tyler og Tim Blake Nelson.
Í nýrri stiklu úr myndinni má sjá þá Jóhannes Hauk og Mackie berja á hvor öðrum og er óhætt að segja að þeir komi hvorugir óskaddaðir úr slagsmálunum.
Kvikmyndin verður frumsýnd hér á landi þann 13. febrúar.
Hér má sjá stilkluna: