Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Skotmaðurinn í Örebro var 35 ára og tekjulaus – Hafði skotveiðileyfi fyrir veiðirifflinum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Maðurinn sem skaut 10 til bana og síðan sjálfan sig í Campus Risbergska-skólanum í Örebro í gær var 35 ára gamall og hafði engin tengsl við gengi.

Samkvæmt SVT var morðinginn sem mætti í Campus Risbergska-skólann, sem er skóli fyrir fullorðna í Örebro, 35 ára gamall og tekjulaus, með enga tengingu við glæpagengi. Hann mætti í skólann vopnaður veiðiriffli sem hann var með skotleyfi fyrir.

Maðurinn skaut tíu einstaklinga til bana áður en hann skaut sjálfan sig. Samkvæmt upplýsingum sænska miðilsins var það vopnið og skotveiðileyfi mannsins það sem kom lögreglunni á sporið um það hver maðurinn var.

Eftir skotárásina ruddist lögreglan að íbúð í miðborg Örebro, þar sem maðurinn var talinn lifa en hún hefur ekki gefið upp miklar upplýsingar, en samkvæmt upplýsingum SVT var maðurinn tekjulaus á árinu 2023 og breytti um nafn á svipuðum tíma. Þá þekkti lögreglan manninn ekki fyrir árásina en hann var ekki á sakaskrá. Einnig var hann ekki tengdur glæpagengjum á neinn hátt en lögreglan telur að hann hafi framkvæmt árásina einn síns liðs, þó lögreglan hafi ekki útlilokað að fleiri einstaklingar tengist málinu.

Ástæðan fyrir hinni skelfilegu skotárás er enn óþekkt.

 

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -