Almannavarnir hafa nú lýst yfir óvissustigi vegna veðurs sem væntanlegt er á landinu upp úr klukkan 14:00 í dag. Rauðar viðvaranir gilda um nær allt land.
Samkvæmt frétt RÚV hefur ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórana á Höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra, Vestfjörðum, Austurlandi, Vestmannaeyjum, Suðurlandi og Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna veðurs sem spáð er næsta sólarhringinn. Gildir óvissustigið frá og með 12 í dag og gildir þar til veðrið róast á morgun.
Næsta sólarhringinn er ekkert ferðaveður á landinu að því er segir í tilkynningu frá Almannavörnum en þar er fólk beðið um að fylgjast vel með á vef Veðurstofu Íslands.
Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landbjargar segir í samtali við Sunnu Karaeni Sigurþórsdóttur fréttamanns á RÚV, að björgunarsveitir séu undirbúnar undir veðravítið. Samkvæmt honum verður samhæfingarmiðstöð Almannavarna virkjun klukkan tvö í dag.
Segir Jón Þór að skynsamlegt sé að foreldrar og aðrir aðstandendur sæki börn í skóla og frístundastarf í dag.
Í viðtali við RÚV í hádeginu sagði Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofunni að líklegt sé að veðurviðvaranirnar verði færðar upp á rautt stig, þar sem veðurspáin sé afar slæm um land allt.