Fimmtudagur 6. febrúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Björn Valur vill skýringu á einkaferð Höllu: „Forseti Íslands reyndi ítrekað að blekkja fjölmiðla“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Halla Tómasdóttir nýkjörin forseti Íslands reyndi ítrekað að blekkja fjölmiðla um ástæðu þess að hún sótti ekki minningarathöfn um helförina í Auschwitz í lok janúar. Hún reyndi sömuleiðis ítrekað að þvæla málið og afvegaleiða fjölmiðla um það með hálfsannleika í bland við hrein ósannindi,“ skrifar Björn Valur Gíslason, fyrrverandi alþingismaður Vinstri-grænna, um fjarveru Höllu Tómasdóttir, forseta Íslans, við minningarathöfn um Helförina. Halla tók einkaferð fjölskyldunnar fram yfir athöfnina.

Forsetaembættið var tvísaga í svörum til Ríkisútvarpsins sem spurðu um ástæður fjarveru forsetans. Þegar fréttastofan óskaði fyrst eftir upplýsingum um það af hverju forsetinn hefði ekki sótt þessa minningarathöfn sagði forsetaskrifstofan að ekki hefði verið hægt að koma minningarathöfninni heim og saman við dagskrá forsetans.

Björn Valur Gíslason

Fréttastofa óskaði þá eftir að fá dagskrá forseta afhenta. Forsetaskrifstofan svaraði að dagskrá forsetans yrði  ekki afhent og að embættið og utanríkisráðuneytið ættu í virku samtali þegar boð bærust um atburði á erlendri grundu. Að þessu sinni hefði niðurstaðan orðið sú að Þorgerður Katrín, sem þegar hefði verið stödd í Evrópu, myndi mæta á minningarathöfnina.

Fréttastofa Ríkisútvarpsins óskaði þá eftir samskiptum utanríkisráðuneytisins við forsetaembættið í aðdraganda minningarathafnarinnar í Auschwitz. Rakið er á vef RÚV að þau hófust með því að Friðrik Jónsson, sendiherra Íslands í Póllandi, sendi póst á utanríkisráðuneytið og skrifstofu forseta þann 3. desember, og spyr hvort forseti hyggist sækja þennan viðburð.

stangast á við einkaferð þeirra forsetahjóna

Daginn eftir svaraði Una Sighvatsdóttir, sérstakur ráðgjafi forsetans.

„Forseti er upplýst um stöðu mála, en hefur jafnframt staðfest að hún hefur því miður ekki tök á að sækja þennan viðburð þar sem hann stangast á við einkaferð þeirra forsetahjóna í janúar.“

Björn Valur er ómyrkur í máli og telur að Halla Tómasdóttir verði að gera hreint fyrir sínum dyrum „eigi á annað borð að vera hægt að treysta orðum hennar í framtíðinni“.

- Auglýsing -
Bessastaðir – myndin tengist fréttinni ekki beint

Þegar Ríkisútvarpið reyndi var að grafast enn frekar fyrir um hvar forsetinn hefði verið mánudaginn 27. janúar, þegar minningarathöfnin var haldin, fengust þau svör að forsetinn hefði verið heima á Bessastöðum síðdegis.

Samkvæmt tilkynningum í Stjórnartíðindum fór forsetinn til útlanda 17. janúar. Í fjarveru hennar færu forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar með vald forseta. Mánudaginn 27. janúar birtist síðan aftur auglýsing í Stjórnartíðindum um að Halla Tómasdóttir væri komin úr för sinni til útlanda og hefði á ný tekið við stjórnarstörfum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -