Fimmtudagur 6. febrúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Ólafur Þór er fallinn frá

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ólaf­ur Þór Jó­hanns­son fram­kvæmda­stjóri lést á Land­spít­al­an­um 2. fe­brú­ar, sjö­tug­ur að aldri.

Þann 6. apríl 1954 fæddist Ólafur í Reykjavík en ólst upp í Grindavík og bjó þar nær allt sitt líf. Faðir Ólafs var Jóhann Ólafsson múrarameistari og móðir hans var Ólöf Ólafsdóttir, matráður og verslunarkona.

Skólagöngu lauk Ólafur í Grindavík 13 ára gamall en fór þá, ófermdur, í Héraðsskólann á Laugarnvatni en þaðan lauk hann landsprófi árið 1970. Þá lauk hann stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni árið 1974 en eftir það tók hann frí frá skólasókn í tvö ár og fór á sjóinn. Eftir það fór hann í KHÍ og lauk B.ed-prófi 1979. Ári áður lauk Ólafur 1. stigs námi í Stýrimannaskólanum sem hann tók með námi á öðru ári í Kennaraháskólanum.

Ólafur vann í byggingarvinnu múrverki á námsárunum en fór til sjós 18 ára, fyrst á síldveiðar í Norðursjó á Grindvíkingi GK en hann var lengst af á þeim báti á sumrin og eftir stúdentspróf. Frá 1979-1986 starfaði Ólafur sem kennari við Grunnskóla Grindavíkur en fór þá aftur á sjó á Grindvíking og varð 2. stýrimaður.

Árið 1987 var Ólafur ráðinn framkvæmdarstjóri Fiskmarkaðar Suðurnesja, sem var einn af fyrstu fiskmörkuðum á landinu. Árið 2001 söðlaði hann um og flutti til Bremerhaven í Þýskalandi þar sem hann starfaði við fiskmarkað í tvö ár. Eftir það flutti hann aftur til Íslands og stofnaði fyrirtækið Spes ehf. sem og Stakkavík og hóf útflutning á fiski.

Ólafur var mikill íþróttamaður en hann keppti í tveimur efstu deildum körfuboltans frá 1971 til 1990 en fyrst lék hann með HSK, síðan lengi vel með Grindavík. Þá var hann í liði Ungmennafélagsins Hvatar í Grímsnesi sem hampaði Íslandsmeistaratitlinum í blaki 1973 og spilaði tvo fyrstu landsleiki Íslands í blaki.

- Auglýsing -

Árið 1995 var Ólafur kjörinn í stjórn KKÍ og var varaformaður sambandsins til árisins 2001. Ólafur var sæmdur gullmerki KKÍ og Ungmennafélags Grindavíkur. Árið 2009 var hann kjörinn formaður stjórnar nýstofnaðst félags um rekstur Fisktækniskóla Ísland og gengdi þeirri stöðu til 20223.

Eiginkona Ólafs er Þór­unn Sig­ur­laug Jó­hanns­dótt­ir stuðnings­full­trúi, fædd 1957. Börn þeirra eru Sig­ríður Anna fram­halds­skóla­kenn­ari, fædd 1981, Jó­hann Þór, körfu­boltaþjálf­ari og þjón­ustu­full­trúi, fæddur 1983, Þor­leif­ur Ólafs­son, körfu­boltaþjálf­ari og fram­kvæmda­stjóri, fæddur 1984, og Ólaf­ur Ólafs­son, fyr­irliði Grinda­vík­ur í körfu­bolta og gæðastjóri, fæddur 1990. Barna­börn­in eru 12.

Útför Ólafs fer fram frá Grinda­vík­ur­kirkju 13. fe­brú­ar klukk­an 14.

- Auglýsing -

Mbl.is sagði frá andláti Ólafs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -