Fimmtudagur 6. febrúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Lastar blaðamannafund Trumps: „Djöfullinn sá situr við hlið hans, brosandi stoltur þjóðarmorðingi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hallgrímur Helgason gagnrýnir bandaríska fjölmiðla sem lét Donald Trump komast létt frá blaðamannafundi hans og Benjamins Netanyahu í Hvíta húsinu í gær.

Donald Trump heldur áfram að sjokkera heiminn með aðgerðum sínum og orðum en í gær lýsti hann þeim draumi sínum að reka alla Gaza-búa af Gaza og búa þar til sumarleyfisparadís í eigu Bandaríkjanna. Mörgum fannst blaðamenn sleppa Trump fullvel frá fundinum sem og vinur hans, Netanyahu sem ber meginábyrgð á þjóðarmorðinu á Palestínumönnum.

Hallgrímur Helgason, rithöfundur og málari er einn af þeim sem finnst fjölmiðlar Vestanhafs linir við forsetann en hann skrifaði stutta en sterkorðaða Facebook-færslu í gær sem hljóðar eftirfarandi:

„Öll blaðamennska virðist dauð þarna vestra. Trump rausar og rausar um að Gaza svæðið sé stórhættulegt, fullt af dauða og djöfli, og djöfullinn sá situr bara við hlið hans, brosandi stoltur þjóðarmorðingi. Ekki hljómar þó ein spurning um ábyrgð fautans á dauða Gaza.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -