Fimmtudagur 6. febrúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Karen segir söguna endurskrifaða Vestanhafs: „Stjórna því hvaða saga er sögð og hverjir gleymast“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karen Kjartansdóttir segir að verið sé að endurskrifa söguna í Bandaríkjunum.

Stjórnendaráðgjafinn Karen Kjartansdóttir bendir á að verið sé að „fjarlægja umfjöllun um fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu úr opinberum gögnum og vefsíðum alríkisstofnana“ í Bandaríkjunum. Segir hún tilganginn með þessu sé tvíþættur. Hér fyrir neðan má lesa færslu hennar:

„Í Bandaríkjunum er verið að endurskrifa söguna með því að fjarlægja umfjöllun um fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu úr opinberum gögnum og vefsíðum alríkisstofnana. Með þessu er ekki aðeins verið að þurrka út mikilvægar heimildir um framlag minnihlutahópa heldur einnig að fela fyrirmyndir sem hafa hvatt kynslóðir til þátttöku í vísindum, tækni og stjórnmálum. Og nógu mikið voru þær faldar fyrir. Þetta er ekki breyting á stefnu heldur er verið að stjórna því hvaða saga er sögð og hverjir gleymast.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -