Karen Kjartansdóttir segir að verið sé að endurskrifa söguna í Bandaríkjunum.
Stjórnendaráðgjafinn Karen Kjartansdóttir bendir á að verið sé að „fjarlægja umfjöllun um fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu úr opinberum gögnum og vefsíðum alríkisstofnana“ í Bandaríkjunum. Segir hún tilganginn með þessu sé tvíþættur. Hér fyrir neðan má lesa færslu hennar:
„Í Bandaríkjunum er verið að endurskrifa söguna með því að fjarlægja umfjöllun um fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu úr opinberum gögnum og vefsíðum alríkisstofnana. Með þessu er ekki aðeins verið að þurrka út mikilvægar heimildir um framlag minnihlutahópa heldur einnig að fela fyrirmyndir sem hafa hvatt kynslóðir til þátttöku í vísindum, tækni og stjórnmálum. Og nógu mikið voru þær faldar fyrir. Þetta er ekki breyting á stefnu heldur er verið að stjórna því hvaða saga er sögð og hverjir gleymast.“