Tónlistarframleiðandinn Irv Gotti — sem starfaði með stórum listamönnum á borð við DMX, Ja Rule og Ashanti, er látinn en slúðurmiðillinn TMZ hefur fengið það staðfest. Margir heimildarmenn sem tengjast fjölskyldu hans segja TMZ að hann hafi látist í gær í New York borg. Eins og er er óljóst nákvæmlega hvernig hann lést.
Irv barðist við heilsufarsvandamál nýlega síðan hann fékk heilablóðfall á síðasta ári og hefur þurft að ganga með staf.
Hinn frægi yfirmaður Murder Inc. Records hefur verið opinn með baráttu sína við sykursýki en hann sagði einhvern tíma frá því að hann væri ekki nógu duglegur að taka insúlínið sitt. Irv tók einnig fram að læknar hans hefðu hvatt hann til að breyta mataræði sínu, sem hann átti erfitt með að gera.
Þegar hann fékk heilablóðfallið sagði upplýsingafulltrúi TMZ að sykursýki hefði spilað þátt en í kjölfarið réðist Irv í að laga mataræði sitt.
Gotti átti goðsagnakenndan feril í hiphopi en hann framleiddi meðal annars „Can I Live“ á fyrstu plötu Jay-Z „Reasonable Doubt“.
Þegar Irv var hjá Def Jam, skrifaði hann undir samnning við DMX og starfaði sem framkvæmdastjóri á fyrstu stúdíóplötu DMX, It’s Dark and Hell is Hot. Hann stofnaði á endanum útgáfufyrirtækið sitt, Murder Inc., undir regnhlíf Def Jam og fyrsta útgáfa þess var fyrsta plata Ja Rule, Venni Vetti Vecci.
Gotti gerði einnig plötusamning við Vanessu Carlton og framleiddi plötu hennar Heroes & Thieves árið 2007.
Irv og Ashanti, sem starfaði eitt sinn með Irv, áttu í deilum fyrir nokkrum árum, þegar hann opnaði sig í nú goðsagnakenndum Drink Champs-þætti, um það sem hann lýsti sem „sambandi þeirra.“ Hún skaut til baka og sagði að þetta hefði aldrei verið svona alvarlegt fyrir hana og sakaði Gotti um að vera svekktan yfir því að hann hefði ekki lengur stjórn á ferli hennar.
Uppgangur útgáfufyrirtæki Irv var viðfangsefni BET-heimildarmyndarinnar frá 2022, The Murder Inc Story en Ashanti taldi þátti vera ástæðuna fyrir deilum þeirra, vegna þess að hún kaus að taka ekki þátt í þáttaröðinni.
Gotti var 54 ára.