Fjórir gistu fangageymslur lögreglunnar í nótt.
Upp komst um seinheppinn búðarþjóf sem lét greipar sópa úr verslun í miðborginni. Nokkru seinna var lögregla beðin um aðstoð vegna manns sem var með hótanir og ónæði. Þar var kominn þjófurinn úr búðinni. Hann víðáttuölvaður og vistaður í fangageymslu. Með nýjum degi svarar hann til saka.
Illa staðsettar bifreiðar við akbraut urðu einhverjum farartálmi. Gerðar voru ráðstafanir að hafa uppi á eigendum.
Bifreið var ekið á grindverk milli akbrauta. Engin meiðsli.
Afskipti voru höfð af ökumanni vegna farsímanotkunar í akstri, án handfrjáls búnaðar. Hann verður sektaður um 40 þúsund krónur.
Maður gerði seig heimakominn á stigagangi fjölbýlishúss. Löggan kom og vísði honum á dyr.
Ótryggð og óskoðuð ökutæki á ferð um höfuðborgarsvæðið. Ökumenn fengu tiltal.
Ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Viðkomandi átti aðild að umferðaróhappi.
L0grfeglan var kölluð til vegna ógnandi tilburða manns gagnvart hópi ungmenna. Ógnvaldurinn fannst ekki. Rætt við fólk á vettvangi.
Tveir ökumenn aðstoðaðir eftir að bifreiðar þeirra runnu til í hálku og höfnuðu utan vegar. Engin meiðsli.
Ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá var í þokkabót réttindalaus og með fíknefni á sér
Sjúkralið var aðstoðað í tveimur útköllum vegna veikinda.
Lögregla kölluð til vegna grunsamlegar mannferða í íbúðahverfi.
Maður var fangeksaður vegna rannsóknar á heimilisofbeldi.
Ökmaður var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var einnig réttindalaus. Vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar á þjófnaðarmáli.
Afskipti voru höfð af öðrum ökumanni eftir umferðaróhapp. Hann grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Vistaður vegna rannsóknar.