Kristján Þórður Snæbjarnarson, nýkjörinn alþingismaður Samfylkingar, situr enn sem formaður Rafiðnaðarsambandsins, rúmum tveimur mánuðum eftir að hann var kjörinn á þing. Nokkur óánægja er innan Rafiðnðarasambandsins vegna þessarar stöðu mála.
Miðstjórn Rafiðnðarasambandsins hefur verið boðuð til fundar í dag þar sem ræða á þessa stöðu. Morgunblaðið segir frá þessu og vísar í samtal við Kristján sem segist ætla að ræða málið við félaga sína áður en hann tekur ákvörún um framtíð sína hjá sambandinu. Kristján hefur ekki útilokað að starfa áfram í verkalýðshreyfingunni þótt hann hafi tekið sæti á Alþingi. Hann mun í dag lesa í afstöðu félaga sinna.