Stjórnendaráðgjafinn Karen Kjartansdóttir skrifaði Facebook-færslu í gær þar sem hún talar um skotárás hins sænska Rickard Andersson í skóla í Örebro á dögunum og furðar sig á umfjöllum um málið. Tekur hún fram að þrátt fyrir að Andersson hafi heyrst kalla á sýrlensk fórnarlömb sín um að fara aftur heim til sín, sé ekki talið að hann hafi fylgt róttækri hugmyndafræði. Veltir hún að lokum fyrir sér ástæðunni fyrir því að samfélagsmiðillinn X sé „óvenju hljóðlátur“ um þessa mestu fjöldaskotárás í sögu Svíþjóðar.
Hér má lesa færsluna:
„Hinn sænski Andersson ræðst inn í skóla sem býður upp á grunn- og framhaldsskólanám, auk sænskukennslu fyrir innflytjendur. Á upptöku frá atvikinu heyrist öskrað á Sýrlendinga á milli skothvella: „Farið heim til ykkar.“ Hins vegar er tekið fram að ekki sé hægt að staðfesta að það hafi verið hann sem hrópaði þetta – eins og einhvert fórnarlambanna hafi fengið þá flugu í höfuðið að æpa slíkt. Ellefu manns láta lífið.