Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Júní sá heitasti á jörðinni frá upphafi mælinga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Meðalhiti á heimsvísu í júní var sá heitasti frá upphafi mælinga. Á sama tíma hefur íshellan á Suðurskautslandinu aldrei mælst minni.

Bandaríska haf- og loftlagsstofnunin greinir frá því að meðalhiti á jörðinni hafi mælst 16,4 gráður í júní og hefur hitinn aldrei mælst hærri. Þetta er rakið til mikilla hita í hluta Evrópu, Rússlandi, Kanada og Suður-Ameríku.

Útlit er fyrir heitan júlímánuð líka því von er á mikilli hitabylgju í Bandaríkjunum á næstu dögum aþr sem hitinn getur náð upp í 44 gráður.

Mælingarnar hófust árið 1880 og var fyrra hitamet slegið í júní 2016. Raunar hafa níu af 10 heitustu júnímánuðum verið á undanförnum níu árum og segja vísindamenn að ekkert lát verði á hlýnunni vegna loftlagsbreytinga.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -