Laugardagur 8. febrúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Guðrún vill ekki sitja í aftursætinu og býður sig fram: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þingmaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins – Guðrún Hafsteinsdóttir – býður sig fram til formanns flokksins.

Þetta tilkynnti Guðrún á fjölmennum fundi í Salnum í Kópavogi í dag og sagði hún í ræðu sinni að flokkurinn væri í vanda sem og á krossgötum.

Guðrún segist vera tilbúin til að leiða flokkinn út úr þessum hremmingum.

Fram kemur á fréttavefnum Vísi að Guðrún vilji færa flokkinn úr aftursætinu í íslenskri pólitík í framsætið:

„Við fengum fyrr í vetur verstu kosninganiðurstöðu í sögu flokksins. Við erum ekki lengur í ríkisstjórn og að sumu leyti erum við komin úr bílstjórasætinu í aftursætið í íslenskum stjórnmálum. Þessu viljum við breyta! Þessu ætlum við að breyta,“ sagði Guðrún í dag.

Sagði Guðrún einnig að lykilinn að þessum umbreytingum væri sá að opna „faðm flokksins“ – gera Sjálfstæðisflokkinn aftur að breiðfylkingu borgaralegra afla:

- Auglýsing -

„Laða aftur til okkar það fólk sem af ýmsum og ólíkum ástæðum hefur fundið sér annan pólitískan samastað á síðustu árum, um leið og við sækjum nýjan stuðning til nýrra kynslóða. Og þetta gerum við með því að sækja í grunngildi Sjálfstæðisflokksins. Við þurfum að finna aftur okkar kjarna,“ sagði Guðrún.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -