Þriðjudagur 11. febrúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Uppgjör Einars: „Ég var sakaður um að tala ekki fyr­ir stefnu meiri­hlut­ans“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ein­ar Þor­steins­son borg­ar­stjóri fór yfir erfitt sam­starf meiri­hlut­ans í borg­inni á kjör­tíma­bil­inu í þættinum á Sprengisandi á útvarpsstöðinni Bylgj­unni.

Sagðist Einar vera sátt­ur við þá ákvörðun­ sína að slíta sam­starf­inu, þótt út­lit sé fyr­ir að hann verði ekki sjálfur með í nýj­um meiri­hluta.

Í viðtal­inu sagði Einar að eft­ir sveita­stjórna­kosn­ing­arn­ar hafi hon­um hugn­ast vel að mynda meiri­hluta sem væri frekar til hægri.

Sagði Einar að í meiri­hluta­sam­starf­inu hafi Fram­sókn­ mætt mestri and­stöðu frá Pír­öt­um í hús­næðismál­um og Sam­fylk­ingu vegna hagræðing­ar­til­lagna í rekstrinum. Einar sagði líka að Fram­sóknarflokkurinn hefði viljað beita fjöl­breytt­ari leiðum í leik­skóla­mál­um.

Hann nefnir að svo hafi farið að lok­um að um of hafi hrikt í baklandi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, vegna þess hvernig Fram­sóknarflokkurinn fór fram í umræðu um flug­vall­ar­mál­in; þá hafi Sam­fylk­ing­in fyrst borið upp þá hug­mynd­ að slíta meiri­hlut­asamstarfinu:

- Auglýsing -

„Ég var sakaður um að það að tala ekki fyr­ir stefnu meiri­hlut­ans og að þetta væri árás á Sam­fylk­ing­una,“ sagði Ein­ar og bætir því við að þá hafi runnið upp fyr­ir fram­sókn­arfólki að þeir kæm­ust hreinlega ekki lengra í sín­um mál­um; varð það svo að Ein­ar sjálfur sleit sam­starf­inu síðastliðið föstu­dags­kvöld og segir að nú séu allir að tala við alla varðandi það að setja saman nýjan og starfhæfan meirihluta í borginni:

„Ef vinstri flokk­arn­ir mynda fimm flokka meiri­hluta þá er það bara einfaldlega þannig,“ sagði Ein­ar sem vill ekki meina að það hafi verið mistök hjá honum að slíta meirihlutanum: „Nei, alls ekki. Ég er mjög ánægður.“

- Auglýsing -
|
Inga Sæland
Mynd / Hallur Karlsson

Einar sagðist þó ekki bú­inn að af­skrifa það alveg að mynda nýjan meiri­hluta; sagði að góðir mögu­leik­ar væru fyr­ir Flokk fólks­ins til að láta til sín taka þrátt fyr­ir mögu­leg­an meiri­hluta með Sjálf­stæðis­flokkn­um, en Ingu Sæ­land, for­manni flokks­ins, hugn­ast ekki að koma Sjálfstæðisflokknum til valda.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -