- Auglýsing -
Fjöldi fólks mótmælti stefnu Bandaríkjastjórnar í málefnum minnihlutahópa fyrir utan bandaríska sendiráðið sem er staðsett við Engjateig í Reykjavík.
Voru það samtökin No Borders Iceland, Trans Ísland, Rauða regnhlífin, Solaris og MFÍK sem boðuðu til mótmælanna.
Í fréttatilkynningu segir að samtökin fordæmi framferði Bandaríkjastjórnar í málefnum trans fólks; kvenna sem og fólks á flótta. Þá fordæma samtökin einnig áform Donalds Trump um þvingaðan brottflutning fólks frá Gaza.
- Auglýsing -