Aðgerðarsinni reyndi að stela senunni þegar rapparinn Kendrick Lamar tróð upp í hálfleik Ofurskálarinnar sem haldin var í New Orleans í Louisiana-fylki Bandaríkjanna.
Maður, sem ekki hefur verið nafngreindur hljóp inn á svæðið þar sem dansarar sem fylgdu Lamar í atriði hans, og veifaði fána Palestínu og Súdan og hljóp fram og til baka, þar til hann var tæklaður af öryggisvörðum.
Atvikið átti sér stað undir lok skemmtunar Lamars, á meðan hann söng lagið tv off. Í myndskeiði sem náðist af gjörningnum sést maðurinn, sem huldi hálft andlit sitt, stíga upp á faratæki sem Lamar mætti á sviðið með, og veifa fánanum óspart. Eftir að hafa hlaupið um sviðið og grasvöllinn um stund var hann að lokum tæklaður í grasið og dreginn í burtu.
Samkvæmt TMZ er óvíst hvort maðurinn hafi verið hluti af atriði Lamars, þar sem þó nokkrir dansarar klæddust svipuðum fötum og maðurinn var í.
Hér má sjá myndskeið af atvikinu.
A man performing during the Kendrick Lamar halftime concert at #SuperBowl LIX unfurled a Palestinian flag and was chased off stage and finally tackled and removed by security. #SBLIX #Palestine pic.twitter.com/sU8jl1eyE3
— Diya TV (@DiyaTV) February 10, 2025
UPPFÆRT: Samkvæmt nýjustu fréttum var um dansara í atriðinu að ræða en ekki boðflennu.