Logi Pedro Stefánsson og Hallveig Haraldsdóttir ákveðið að selja íbúðina sína í Vesturbænum en um sannkallaða perlu er að ræða því íbúðin staðsett í svokölluðu Kjartanshúsi.
Logi hefur verið einn af vinsælustu tónlistarmönnum Íslands á öldinni og hefur verið að færa sig yfir í hönnun meira og meira með góðum árangri. Hallveig starfar sem ráðgjafi hjá Hagvangi en þau hafa verið saman síðan árið 2018.
Birt stærð eignarinnar er 130,9m2 þar af geymsla 4,7m2 og bílskúr 20,8m2. Um er að ræða fallega og vel skipulagða fjögurra herbergja íbúð á 3. hæð ásamt bílskúr í góðu fjölbýlishúsi, sem Kjartan Sveinsson teiknaði, á vinsælum stað í Vesturbæ Reykjavíkur. Vill parið fá 93,9 milljónir króna fyrir íbúðina.
Hægt er að sjá meiri upplýsingar um eignina hér