Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Instagram felur lækfjölda

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjöldi læka falinn hjá Instagram.

Tilraunaverkefni hjá samfélagsmiðlinum Instagram hefst í dag þar sem fjöldi læka á hverja og eina færslu er falinn. Tilraunin nær til notenda í Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Írlandi, Japan, Ítalíu og Brasilíu. Þessu er sagt frá í frétt BBC.

Þar kemur fram að notendur geta áfram séð hversu mörg læk þeirra eigin myndir fá en fjöldi læka verður ekki sýnilegur öðrum notendum.

Þessi tilraun er gerð í von um að draga úr streitu sem margt fólk finnur fyrir þegar það setur inn færslur á Instagram.

Skaðleg áhrif samfélagsmiðla á andlega líðan fólks hefur verið til umræðu undanfarið og er tilraunaverkefnið sprottið úr frá þeirri umræðu. Samskonar tilraun var gerð í Kanada í maí.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -