Mánudagur 10. febrúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Gengi Sýnar ekki verra í mörg ár – Herdís sögð vera á hættusvæði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gengi hlutabréfa í Sýn hefur ekki verið lægra síðan sumarið 2020 eftir að gengi þess tók dýfu í kjölfar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi frá sér á föstudaginn. Gengi félagsins er í dag 24,6 krónur og er það tæplega 50% lægra en fyrir ári síðan.

Ljóst er að starf Herdís Drafnar Fjeldsted forstjóra er í mikilli hættu en hún tók við starfinu í janúar 2024 og ekki tekist að rétta hlut félagsins en aðeins tvö og hálft ár eru síðan það var daðra við gengi upp á 70 krónur.

Mikil starfsmannavelta hefur verið hjá fólki í lykilstöðum hjá Sýn síðan Herdís tók við en að minnsta kosti 13 lykilstarfsmenn hafa hætt hjá fyrirtækinu á þeim tíma. Meðal þeirra sem hafa horfið á braut eru Kristín Friðgeirsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri félagsins, Sesselía Birgisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Vodafone fjarskipta og Vilborg Helga Harðardóttir en hún stýrði vefmiðlum og útvarpi hjá Sýn.

Samdráttur í áskriftum

Heimildir Mannlífs herma að innan félagsins sé ákveðið ráðaleysi og ákaft leitað leiða til að snúa við óheillaþróuninni. Kvisast hefur út að til standi að breyta nafni og vörumerki Stöðvar.

„Við fengum þær fréttir á göngunum að það ætti að fara í rebranding á félaginu,“ segir heimildarmaður Mannlífs sem vill ekki koma fram undir nafni af ótta við að vera rekinn. Þá er fullyrt að til skoðunar sé að loka tveimur útvarpsstöðvum, FM957 og X977 sem báðar hafi verið reknar með tapi. Þetta er þó ekki staðfest.

Samkvæmt tilkynningu sem Sýn sendi Kauphöllinni hefur ekki gengið jafn vel og gert var ráð fyrir vegna lækkunar auglýsingatekna, samdráttar í áskriftartekjum sjónvarps, minni eignfærslna á launakostnaði og óvænts tjóns vegna eldsvoða.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -