Mánudagur 10. febrúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Hvað segir sjálfsstæðisstefnan um lýðræði og frelsi?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sjálfstæðisflokkurinn er lýðræðisflokkur sem er fylgjandi valddreifingu í þjóðfélaginu. Hann setur traust sitt og trú á hverja manneskju í þeirri vissu, að fái frumkvæði, framkvæmdaþróttur og kapp hvers og eins notið sín, miði samfélaginu öllu skjótast áfram.

Stefna flokksins miðast við það, að fólk fái notið ávaxta verka sinna og sjái tilgang í því að leggja sig fram, sér og sínum til viðurværis, hagsbóta og ánægju. Sjálfstæðisstefnan leggur áherslu á að sjálfstæðisbaráttan getur aldrei tekið enda. Lýðræði og lýðfrelsi er ekki tryggt, vegna þess eins að þingkosningar og sveitarstjórnarkosningar fara fram fjórða hvert ár.

Ef t.d. þessar stofnanir fólksins, þing og sveitarstjórnir, gleyma að vald þeirra kemur frá fólkinu og fara að haga sér eins og opinberar stofnanir hafi sjálfstæðar þarfir, er bæði lýðræði og lýðfrelsinu hætta búin. Frelsi verður aldrei tryggt í eitt skipti fyrir öll. Þess vegna eru önnur kjörorð Sjálfstæðisflokksins „Báknið burt.”

Snorri Ásmundsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -