Föstudagur 22. nóvember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Undirbúa sig á Íslandi fyrir ferð til Mars

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vísindamenn prófa Mars-jeppa á Íslandi fyrir ferð til plánetunnar Mars árið 2020.

Núna standa yfir tilraunir í nágrenni Langjökuls í tengslum við svonefnt SAND-E verkefni sem kostað er af Bandarísku flug- og geimvísindastofnuninni, NASA. Megintilgangur verkefnisins er að prófa vél- og hugbúnað fyrir Mars-jeppa, sem á að nota í leiðangri NASA til Mars árið 2020, við aðstæður sem líkjast aðstæðum á plánetunni Mars.

Ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Trucks Experience sér um flutning teymisins á þá afskekktu staði þar sem prófanirnar fara fram, og útvegar farartæki og ýmiskonar búnað og þjónustu fyrir rannsóknirnar. Hópur nemenda í verkfræði og tæknifræði við Háskólann í Reykjavík hefur svo verið rannsóknateyminu til aðstoðar.

Bækistöð Mars Rover jeppans sem ekið verður í aðstæðum í íslenskri náttúru sem þykja bera keim af þeim sem tækið á eftir að mæta á plánetunni Mars.

Íslenskar aðstæður sem líkjast aðstæðum á Mars

Vísindamenn SAND-E verkefnisins hafa sérstakan áhuga á að fylgjast með breytingum á eðlis- og efnafræðilegum eiginleikum jarðvegs þegar hann berst með vatni og vindum. Meðal annars þess vegna fara prófanir fram nærri jökulrönd Langjökuls, því þar er að finna farvegi í sandinum eftir vatn sem kemur undan jöklinum, sem minna á farvegi á Mars. Þar er einnig að finna vindbarið basalt-hraun. Sandurinn er basalt-sandur, líkur sandinum á Mars, sem fyrirfinnst óvíða utan Íslands.

Mars-jeppinn og hópur jarðfræðinga mælir og tekur sýni á þremur stöðum í mismikilli fjarlægð frá jökli. Gögnin og niðurstöður eru svo nýttar í sjálfstýringu Mars-jeppans sem nýtir vélnám og gervigreind til að meta umhverfið sem keyrt er um, bæði jarðfræði þess og hversu öruggt það sé fyrir bílinn.

Mars-jeppinn er hannaður af kanadíska fyrirtækinu Mission Control.

Myndir / Robb Pritchard

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -