Umferðarslys varð í austurborginni þegar kona missti stjórn á bifreið sinni og ók á ljósastaur. Engin meiðsli urðu á fólki. Við skoðun kom í ljós að ökumaður var undir áhrifum áfengis. Konan var vistuð í fangageymslu
Tilkynnt um mann óvelkomin í annarlegu ástandi í húsi í Háleitishverfi. Honum var vísað út. Annar maður í annarlegu ástandi handtekinn í austurborginni fyrir hótanir. Hann vistaður í fangageymslu
Umferðarslys varð í Múlahverfi. Ekki urðu slys á fólki en báðar bifreiðarnar óökuhæfar eftir áreksturinn. Þær voru fjarlægðar með dráttarbifreið,
Rúðubrjótur var við iðju sína í miðborginni. Málið er óupplýst.
Ökumaður var stöðvaður í Garðabæ. Sá er grunaður um ölvun við akstur. Hann var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku Annar ökumaður var stöðvaður af Hafnarfjarðarlögreglu vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna Hann var kátinn laus að lokinni blóðsýnatöku. Í Breiðholti var það sama uppi á teningnum. Ökumaður var stöðvaður í akstri vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Honum var sleppt að lokinni blóðsýnatöku.