Þriðjudagur 11. febrúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Smiður fann 24 lyfjaglös fyrir tilviljun í vinnuskúr í Mosó – Sami læknir skrifaði þau flest út

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Húsasmiður sem ætlaði sér að skoða úrvalið af verkfærum sem skilin höfðu verið eftir í vinnuskúr í Mosfellssveit, bjóst hreint ekki við að finna úrval eiturlyfja þar í pilluglösum.

Það var í september 1975 sem húsasmiður nokkur hugðist kíkja á úrval verkfæra sem höfðu verið skilin eftir í vinnuskúr í Mosfellssveit yfir sumarið. Fann hann talsvert meira en verkfæri í skúrnum því þar lágu 24 lyfjaglös, flest tóm en í þeim hafði verið bæði örvandi töflur og róandi. Það sem vakti athygli var að flest lyfin höfðu verið skrifuð út af sama lækninum. Samkvæmt viðmælanda sem Dagblaðið ræddi vð á sínum tíma, væru greiðviknir læknar að selja lyfseðla á ágætan pening og því hafi þeir sem nutu lyfjanna um sumarið verið nokkuð fjáðir.

Hér má sjá umfjöllun Dagblaðsins um málið:

Fundu 24 glös undan eiturlyfjum í vinnuskúr

– sami lœknir gaf tilvisanir á langflest pilluglösin með stuttu millibili

Það var fyrir hreina tilviljun að 24 glös af örvandi lyfjum fundust i vinnuskúr við húsbyggingu uppi við Brekkutanga í Mosfellssveit. Glösin voru flest tóm. Það sem athyglisverðast er við þennan fund er að þau eru allflest seld út úr apótekum um svipað leyti og það er sami læknirinn sem skrifar lyfseðla fyrir flestum þeirra. Til dæmis gefur hann út þrjá lyfseðla sama daginn, 25. júli, og eru þeir allir leystir út i Austurbæjar apóteki.

„Við vorum bara að skoða verkfæraúrvalið, sem hafði verið skilið eftir þarna á staðnum. Þá sáum við þennan fallega, rauða kassa og litum i hann,” sagði okkur húsasmiðurinn, sem fann glösin og sýndi okkur fund sinn. Pillurnar eru aðallega af þremur tegundum, ephedrini og amphetamini, sem eru örvandi og diazepani, sem er róandi. Að sögn þeirra, sem til pilluáts þekkja, selja greiðviknir læknar lyfseðla á þær tegundir, sem þarna fundust, á um 2.500 krónur. Lyfseðlarnir á þessi 24 glös hafa því kostað um 60.000 krónur. Þeir hafa því verið sæmilega fjáðir, mennirnir, sem sátu í sveitasælunni uppi í Mosfellssveit í sumar og bruddu amphetamin og önnur eiturlyf sér til yndisauka.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -