Miðvikudagur 12. febrúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Trump birtir restina af leyniskjölum um morðið á JFK: „Ég tel að það hafi verið tveir skotmenn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

FBI ætlar að afhjúpa þúsundir leynilegra skjala um morðið á John F. Kennedy eftir fyrirskipun Trumps en yfirmaður verkefnahópsins segir að hún telji að það hafi verið „tveir skotmenn“ að verki í þessu stærsta morði í pólitískri sögu Bandaríkjanna.

Stofnunin framkvæmdi nýja metleit eftir að Bandaríkjaforseti krafðist þess að leynd yrði aflétt í öllum skjölum sem tengjast skotárásinni 1963, samkvæmt Sky News. FBI segist hafa fundið 2.400 týndar skrár sem tengjast morðinu á John F Kennedy forseta.

Tveir skotmenn

Anna Paulina Luna, þingmaður Flórída-ríkis og yfirmaður nýs starfshóps um afnám alríkisleyndarmála, sagðist á blaðamannafundi telja að „tveir skotmenn“ hafi verið viðriðnir morðið. Tók Luna þannig undir samsæriskenningu sem stangast á við opinbera frásögn þess efnis að Lee Harvey Oswald væri einn ábyrgur fyrir morðinu.

Lee Harvey Oswald

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, sagði í gær að hundruð nýskráðra og stafrænna gagna sem hafa verið grafin upp hafi áður verið óviðurkennd sem skjöl sem tengdust Kennedy morðmálinu. Stofnunin bætti við að skjölin hafi verið flutt til Þjóðskjalasafns og skjalastjórnar til að „taka með í yfirstandandi afnám leyndar“. FBI sagði ekki í yfirlýsingu sinni hvers konar upplýsingar þessar nýfundnu skrár innihalda.

Í síðustu viku sendi embætti forstjóra leyniþjónustunnar tillögur til Trump um hvaða leyniskjöl hann ætti að birta almenningi um morðið, sagði talsmaður á þriðjudag. Embættið gaf ekki út upplýsingar um áætlunina eða sagði hvenær skjölin yrðu gefin út.

- Auglýsing -

John F Kennedy, almennt nefndur JFK, var skotinn til bana þegar hann ferðaðist um Dallas, Texas, í bílalest 22. nóvember 1963. Oswald, 24 ára fyrrverandi sjóliðsmaður, var ákærður fyrir morðið sama dag áður en hann var sjálfur skotinn til bana af næturklúbbseigandanum Jack Ruby tveimur dögum síðar.

Árið 1964 komst nefnd sem annaðist rannsókn á morðinu á JFK að þeirri niðurstöðu að Oswald hafi erið einn að verki og að engar vísbendingar væru um samsæri.

Samsæriskenningar

- Auglýsing -

Sagnfræðingar benda á að niðurstöður Warren-nefndarinnar hafi verið almennt viðurkenndar af almenningi  en efasemdir frá samsæriskenningasmiðum árin á eftir urðu til þess að margir fóru að efast um opinberu söguna. Samsæriskenningarnar fela meðal annars í sér að það hafi verið fleiri en einn skotmaður, CIA hafi staðið á bak við það og að ítalsk-ameríska mafían beri ábyrgð.

Með vísan til Warren-nefndarinnar á blaðamannafundi á Capitol Hill í gær, sagði Luna: „Ég get sagt ykkur, miðað við það sem ég hef séð hingað til, þá var upphaflega dómsmálið, sem var haldið hér á þinginu, í raun gallað því hún aðhylltist kenninguna um eitt skot. „Ég tel að það hafi verið tveir skotmenn.“

Hún vísaði einnig til kenninga um að CIA gæti hafa verið meðvitaðri um Oswald en hún hefur áður gefið upp. Luna hélt áfram: „Við viljum bara sannleikann, hversu mikið vissi CIA fyrirfram? En munið líka, þegar þú hefur aðeins ákveðnar upplýsingar sem er deilt með bandarísku þjóðinni, þá verða samsæriskenningarnar til. Og mitt mat er að samsæriskenningar geta verið skaðlegar.“

Kosningaloforð efnd

Þó að yfirgnæfandi meirihluti af JFK morðskránum, meira en fimm milljónir skráa, hafi nú þegar verið gerðar opinberar, áætluðu rannsakendur að 3.000 skrár hefðu ekki verið birtar enn, hvorki í heild eða að hluta.

Trump, sem sneri aftur til Hvíta hússins í janúar, hafði lofað í kosningabaráttunni að birta skjöl um skotárásina. Sem hluti af sömu framkvæmdarskipun lofaði Trump einnig að birta skjöl um morðið á mannréttindaleiðtoganum Martin Luther King yngri og öldungadeildarþingmanninum Robert Kennedy, sem báðir voru skotnir til bana árið 1968. Þá á einnig að birta öll skjöl tengd barnaníðingsmáli Jeffrey Epstein.

Trump hefur gefið meiri tíma til að koma með áætlun um þær afléttingar.

Robert F. Kennedy Jr, heilbrigðisráðherra Trump og sonur Roberts Kennedy og frændi JFK, er einn þeirra sem telja að CIA hafi átt þátt í dauða frænda hans. Stofnunin hefur sagt ásökunina tilhæfulausa.

Efast um sekt CIA

Skjöl gætu leitt í ljós smáatriði um eitt mikilvægasta augnablikið í sögu Bandaríkjanna, en sagnfræðingar segja að ólíklegt sé að þær styrki einhverjar samsæriskenningar um dauða JFK. „Mig grunar að við munum ekki fá neitt of dramatískt út úr þessu, eða neitt sem hnekkir í grundvallaratriðum skilningi okkar á því sem gerðist í Dallas,“ sagði Fredrik Logevall, sagnfræðiprófessor við Harvard.

Skrár sem leiða í ljós að CIA mistókst að deila upplýsingum um Oswald með FBI yrðu „stórfrétt,“ sagði Gerald Posner, höfundur Case Closed: Lee Harvey Oswald and the Assassination of JFK, sem kemst að þeirri niðurstöðu að Oswald hafi staðið einn að morðinu.

„Fyrir mér er spurningin ekki hvort CIA hafi verið meðsek, heldur hvort CIA hafi gerst sekt um gáleysi,“ sagði Posner.

Sky News fjallaði um málið.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -