Miðvikudagur 12. febrúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Hildur súr og sár yfir áframhaldandi valdaleysi: „Ég hef vandað mig í samskiptum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er eitt sátt með að fá ekki að taka þátt í umræðum um nýjan meirihluta í borginni en viðræður milli Sósíalistaflokksins, Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Flokks fólksins eiga sér stað um þessar mundir. Talið er líklegt að þeir flokkar muni mynda nýjan meirihluta í borginni.

„Ég hef vandað mig í samskiptum við aðra flokka og reynt að sýna að það sé gott að starfa með mér sem oddvita og að ég sé einstaklingur sem er hægt að treysta á og vinna með. Ég held það sé erfitt að draga fram þann oddvita í borgarstjórn í öðrum flokki sem myndi halda öðru fram þannig að það er auðvitað sérkennilegt að vera í þessari stöðu. Vegna einhverra atburða sem varða ekki okkur í borgarstjórn er borgarstjórnarflokkur Flokks fólksins skyndilega að útiloka samstarf við okkur, ekki vegna þess að þau telji ekki gott að starfa með okkur eða að þau eigi ekki málefnalegan samhljóm með okkur eða að við getum ekki unnið góðum málum brautargengi í borginni heldur vegna einhverrar viðkvæmni vegna umræðu í þinginu eða morgunblaðinu sem auðvitað koma okkur ekki við,“ sagði Hildur við Vísi og er þar að vísa í þá ákvörðun Flokks fólksins að velja frekar að ræða við flokka til vinstri en þá sem eru meira til hægri. Vill Hildur meina að ágreiningur milli flokka á Alþingi tengist ekki borgarstjórnarflokkunum.

Hildur segir einnig að henni þyki nokkuð sérstakt að Flokkur Fólksins velji frekar þá sem vinstri eru í ljósi gagnrýni sem borgarfulltrúi flokksins hefur haldið upp um meirihlutann sem var við völd. Nefnir Hildur í þeim efnum meinta óskynsemi í stafrænni umbreytingu, umferðartafir, húsnæðisskort og fleira.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -