Handboltakappinn Kári Kristján Kristjánsson dvaldi vikulangt á sjúkrahúsi í Reykjavík en er nú kominn aftur heim til Vestmannaeyjum. Gekkst hann undir hjartaþræðingu en grunur er um að streptókokkasýking sé orsakavaldurinn.
Kár Kristján, sem leikur sem línumaður hjá ÍBV í Olísdeild karla í handbolta, var lagður inn á sjúkrahús í Reykjavík fyrir viku vegna hjartabólgna.
„Ég veiktist helgina sem úrslitaleikurinn á HM var og steinlá næturnar tvær á undan úrslitaleiknum og í svitakófi. Þar að auki fann ég fyrir hálssærindum og fékk að lokum sýklalyf þegar í ljós kom að ég var kominn með streptókokka. Svo kom ég mér í gegnum alla umfjöllun í kringum úrslitaleikinn í sjónvarpinu á sunnudeginum langt frá því að vera orðinn góður og hélt svo heim til Vestmannaeyja daginn eftir,“ sagði Kári við RÚV í dag.
Bætti hann við: „Svo fór ég með ÍBV í útileik á móti Fjölni á þriðjudeginum en var ekki í neinu standi til að spila. Ég var inni á vellinum í kannski einhverjar tíu mínútur og upplifunin var eins og ég hafi aldrei verið minna tilbúinn líkamlega í að spila handboltaleik og þarna.“
Heilsa Kára Kristjáns versnaði svo og hann fór að fá sting í bringuna. „Ég skildi ekkert í þessum sting og fannst hann skrítinn og ekkert í líkingu til dæmis við brjóstsviða. Svo hvarf stingurinn en kom aftur og þá fór ég læknisskoðun sem varð til þess að ég var sendur með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur,“ segir Kári.
Til vonar og varar gekkst hann undir hjartaþræðingu á Landspítalanum þrátt fyrir að allar kransæðar hafi litið ágætlega út. Samkvæmt RÚV var um illnauðsynlega varúðarráðstöfun að ræða vegna þess að Kári var kominn með mikla hjartabólgu og höfðu gildin hækkað mjög hratt. Tveir sólarhringar liðu frá því að Kári lagðist inn þar til bólgurnur fóru að hjaðna nógu mikið.
„Það er ekki nákvæmlega vitað hver orsökin að þessu öllu saman var en það bendir flest til þess að streptókokkasýkingin hafi átt upptökin. Líklega hefði þurft að meðhöndla streptókokkana fyrr því þegar sýklalyfin byrjuðu að virka á mig fóru bólgurnar við hjartað sömuleiðis að minnka vel,“ sagði Kári Kristján og hvertur fólk til þess að leita strax til læknis telji það sig vera með streptókokka.
Næstu vikurnar þarf Kári að hafa hægt um sig. „Læknirinn talaði um þrjá mánuði. Á handboltamáli þýðir það að ég spila ekki meira á leiktíðinni en við sjáum til með það,“ sagði Kári en sem segist ekki tilbúinn að hætta, þrátt fyrir að vera orðinn 41 árs, nema á eigin forsendum.
„Þó að heilsan skipti öllu máli er ég bara svo mikill keppnismaður að ef ég fæ einhverjar fréttir í endurkomu til læknis að það sé möguleiki að ná að spila eitthvað meira á leiktíðinni með ÍBV mun ég reyna það. Það er auðvitað hundfúlt að geta ekki spilað á úrslitahelginni í bikarnum og svo styttist í úrslitakeppnina á Íslandsmótinu. En við sjáum bara hvað setur.“