Fimmtudagur 13. febrúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Sótölvaðir bílþjófar enduðu utan vegar í Mosfellssveit – Fengu far beint í faðm lögreglunnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nokkuð spaugilegt atvik átti sér stað seint í september 1975 þegar tveir misheppnaðir bílþjófar fengu á baukinn.

Tveir réttindalausir og sótölvaðir menn fengu þá snilldarhugmynd í höfuðið í september 1975 að stela bíl og fara á rúntinn um Mosfellssveit. Ekki vildi betur til en að bíllinn endaði utan vegar en þeir voru svo heppnir að vera teknir upp í af miskumsömum samverja sem þó var ekki miskumsamari en svo að hann skutlaði félögunum tveimur alla leið til lögreglunnar í Reykjavík, sem tóku á móti þeim með opnum örmum. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að annar kumpánanna var vel kunnugur lögreglunni.

Hér má lesa frétt Dagblaðsins um hið spaugilega mál:

Tóku ölvaða bílþjófa upp í og fœrðu lögreglunni

Hún fékk allsögulegan endi ökuferð tveggja manna er voru réttindalausir og ölvaðir á stolnum bíl í gær. Þeir höfnuðu utan vegar við Skálafell í Mosfellssveit á þriðja timanum i nótt. Þar komu að þeim tveir menn i bil, tóku þá upp í og óku þeim beint í faðm lögreglumanna i Reykjavik. Það rann svo af þeim í fangaklefa i nótt og voru þeir í yfirheyrslu í morgun. Þarna var á ferð ,,alvanur maður og vel þekktur hér” sagði lögreglumaður í morgun. Cortina-bifreið með G-númeri var stolið um kl. 2 í gær frá SIS við Ármúla. Kom svo í ljós að þjófurinn ók með hvildum hér í bænum í gær og drakk á milli. Í gærkvöldi bauð hann félaga sinum í ökuferð sem hafði áðurnefndan endi. En þeir mega teljast skjótráðir sem tóku þá upp í og komu þeim til lögreglunnar.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -