Sjö einstaklingar gistu í fangaklefa lögreglunnar í nótt.
Tveir menn voru handtekni,r grunaðir um húsbrot. Báðir voru læstir inni í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Um svipað leyti var tilkynnt um innbrot í heimahús. Málið er í rannsókn.
Enn einn einstaklingur handtekinn grunaður um húsbrot. Sá var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Búðarþjófur var staðinn að verki. Sá grunaði var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Á svipuðum slóðum var bílþjófur að verki. Mál hans er í rannsókn.
Tveir voru handteknir grunaðir um vörslu fíkniefna.
Þjófur lét greipar sópa í í anddyri hótels. Einn maður var handtekinn, grunaður um þjófnaðinn. Hann var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Almennu eftirliti sinnt.
Búðarþjófur gripinn. Sá grunaði laus að lokinni skýrslutöku.
Bifreið var stöðvuð og er ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.
Tilkynnt um umferðaróhapp. Ökumenn fundu fyrir minni háttar meiðslum eftir óhappið en báðar bifreiðar lítið skemmdar. Ökumenn héldu sína leið ít í nóttina eftir skýrslutöku hjá lögreglu.
Lögregla var kölluð til vegna slagsmála í verslunarmiðstöð. Þar réðust þrír slagsmálahundar að einum. Málið er í rannsókn.
Óskað var eftir aðstoð lögreglu í verslun vegna ölvaðs einstaklings sem var til vandræða. Einstaklingnum vísað út og lét hann segjast og hélt hann sína leið.