Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Safna fyrir lögfræði- og ferðakostnaði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dóttir Grant Wagstaff, sem lést í flugslysi á Íslandi árið 2015, safnar nú fyrir lögfræðikostnaði og hyggst stefna Sjóvá.

 

Árið 2015 lést hinn kanadíski Grant Wagstaff í flugslysi á Íslandi þegar sjóflugvél, sem flogið var af Arngrími Jóhannssyni, brotlenti Barkárdal. ​Sarah Wagstaff, dóttir Grants, gagnrýnir meðferð málsins hérlendis.

Nýverið efndi hún til söfnunar á vefnum GoFundMe undir yfirskriftinni „hjálpið kanadískri fjölskyldu að safna fyrir lögfræðikostnaði“. Sarah hyggst stefna Sjóvá sem ekki greiðir bætur vegna slyssins. Eins íhugar hún að stefna Arngrími er fram kemur í frétt Fréttablaðsins.

Á vefnum Gofundme segir Sarah frá máli föður síns sem var 56 ára þegar hann lést. Hún segir frá því að málið hafi verið til rannsóknar í nokkur ár og að fjölskyldan hafi beðið eftir skaðabótum í þann tíma.

Sarah vonast til að ná að safna fyrir lögfræðikostnaði og sömuleiðis ferðakostnaði svo að fjölskyldan geti ferðast til Íslands. „Ég hef ekki haft tök á að fara að slysstaðnum til að kveðja föður minn svo ég er að vonast til þess að geta gert það þegar ég kem til að fylgjast með réttarhöldunum. Mig langar líka að geta komið upp minnismerki um föður minn á staðnum sem hann lést,“ segir Sarah í viðtali við Fréttablaðið.

Hægt er að fylgjast með söfnuninni og leggja Söruh lið á síðunni GoFundMe.com.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -