Skrímslið frá Amstetten, Josef Fritzl mun sækja um lausn úr fangelsi í næsta mánuði.
Lögfræðingar Fritzl, 89, upplýstu að þeir muni leggja fram skilorðsbeiðni eftir nokkrar vikur og eru fullvissir um að hann verði látinn laus eftir að hafa afplánað aðeins 15 ár fyrir hræðilega glæpi sína. Lífeyrisþeginn, sem var fangelsaður árið 2009 fyrir að hafa eignast sjö börn með dótturinni Elisabeth, sem hann hélt fanginni í kjallara sínum í 24 ár, og lið hans heldur því fram að það stafi ekki lengur hætta af honum fyrir samfélagið í hans veikburða ástandi og elli.
Fluttur af geðdeild í venjulegt fangelsi
Lögmaður Fritzl, Astrid Wagner, sagði í samtali við Daily Mirror: „Við munum hefja málssókn í mars og krefjast reynslulausnar og ef dómstóllinn hafnar því munum við áfrýja og miðað við ástand hans tel ég að hann verði látinn laus fyrir næsta ár. Hann vill búa nálægt þeim stað sem hann bjó á áður og hann vill búa einn en mér finnst það mjög ólíklegt miðað við aldur hans og ástand. Hann þyrfti umönnunaraðila og enginn af vinum hans eða fjölskyldu vill vita af honum.“
Frelsisbeiðni Fritzl, sem fluttur var frá geðdeild í venjulegt fangelsi í Austurríki á síðasta ári, mun líklega hneyksla fórnarlömb hans og fjölskyldumeðlimi. Lögfræðingar upplýstu að Fritzl, sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi árið 2009 fyrir röð hræðilegra glæpa, þar á meðal nauðgun, sifjaspell og fyrir að halda dóttur sinni og börnum þeirra föngnum, telur að lausn hans muni verða fagnað.
Wagner sagði: „Hann trúir því að þegar hann verður látinn laus muni bíða hans stór hátíð þar sem fólk fagnar og spilar tónlist og vill taka í höndina á honum. Þetta er augljóslega ekki raunin. Það er fantasía. Ég held að hann skilji ekki alveg hvað heimurinn raunverulega hugsar. Í hvert skipti sem ég sé hann segist hann sjá eftir ákvörðunum sínum á hverjum degi. Hann hefur eyðilagt líf sitt. Hann talar alltaf um eftirsjá sína yfir glæpum sínum. Hann heldur að hann eigi vini fyrir utan, en hann á þá ekki. Það eina sem hann sættir sig við er að fjölskylda hans vill ekki lengur sjá hann og ber virðingu fyrir því.“
Ekki lengur hættulegur
Hún sagði að Fritzl, sem er fyrrverandi rafmagnsverkfræðingur, sem bjó til bæli undir fjölskylduheimili sínu í hinum rólega bæn Amstetten í Austurríki, til að fangelsa Elisabeth og börn hennar, sagðist eyða dögunum í klefanum við að lesa og horfa á sjónvarpið. Fritzl var ljósmyndaður í síðasta mánuði í fyrsta skipti í 15 ár þegar hann kom fyrir rétt sem hluti af baráttu sinni fyrir frelsi. Honum var ekið til og frá héraðsdómi nálægt fangelsinu þar sem hann er lokaður inni, Stein fangelsinu í bænum Krems an der Donau.
Geðlæknirinn Adelheid Kastner, sagðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að Fritzl sé ekki lengur hættulegur almenningi. Þrír dómarar ákváðu að flytja hann úr öryggisdeild sem hann dvaldi í, sem talin er vera sú erfiðasta í refsikerfi Austurríkis, í venjulegan klefa, upphaflega á öðrum væng í sama fangelsi, sem er 50 mílur norðvestur af höfuðborginni Vín.
Fritzl fangelsaði Elisabeth í kjallara heimilis síns í Amstetten í Austurríki. Wagner, sem einnig hjálpaði skrímslinu að skrifa bók árið 2023, sagði: „Honum líkar við nýja fangelsið. Honum finnst gaman að vera í kringum ungt fólk. Þeir leyfa honum að vera í friði en hann á enga vini. Það kemur aldrei neinn í heimsókn til hans. Hann verður stundum ruglaður og segir mér að sjónvarpsfréttamenn hafi verið að heimsækja hann í klefann hans en ég segi honum að það sé ómögulegt því hann hefur ekki fengið heimsókn frá neinum nema mér. Hún bætti við: „Hann er í mjög góðu líkamlegu formi. Hann mun lifa þar til hann verður hundrað ára held ég en andlega sýnir hann aldur sinn.“
Kominn með Alzheimer
Wagner upplýsti einnig að Fritzl, sem er með Alzheimer, er að gangast undir sálfræðimeðferð í fangelsi. Fritzl var eins og áður segir, dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2009 fyrir sifjaspell, nauðgun, þvingun, ólöglega fangelsun, þrældóm og fyrir manndráp af gáleysi á einum af sonum (og dóttursonar) hans. Dóttirin Elisabeth var 18 ára þegar hún hvarf árið 1984 og fannst ekki fyrr en árið 2008 en þá kom hún upp úr dýflissukjallara sem faðir hennar byggði undir heimili fjölskyldunnar í Amstetten í Austurríki. Misnotkunin leiddi til þess að sjö börn fæddust, þar af þrjú sem voru lifðu með móður sinni. Þá hélt hann einnig veikri móður sinni fanginni uppi á háalofti á heimili sínu og var grunaður um þrjú morð á konum en ekki tókst að sanna þau á hann.
Einn lést af hendi Fritzl, nokkrum dögum eftir að hann fæddist og hann fargaði líkinu í brennsluofni. Hin þrjú voru alin upp af Fritzl og eiginkonu hans, Rosemarie, nú 84 ára, sem skildi við hann eftir að hræðilegir glæpir hans voru upplýstir.