Það stefnir í æsispennandi baráttum um formannsstólinn hjá Sjálfstæðisflokknum. Eins og staðan er núna þá stefnir í einvígi á milli þingmannanna Guðrúnar Hafsteinsdóttur og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur. Þar gæti orððið jafnt á munum.
Guðrún var með kynningu á framboði sínu í Salnum í Kópavogi. Troðfullt var á fundinum og stuðningsmenn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar var áberandi. „Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu,“ sagði Vísir um fundinn og tíundaði að meðal þeirra sem mættu var Ágústa Johnson, eiginkona Guðlaugs og fleiri gallharðir stuðningsmenn Guðlaugs sem nú hefur lagt að baki formannsdrauminn og er hvattur til að taka slaginn sem borgarstjóraefni í Reykjavik. .
Sá munur sem teiknaður er upp af Áslaugu og Guðrúnu er sá helstur að sú fyrrnefnda er fædd með silfurskeið í munni en Guðrún hefur þurft að hafa fyrir sínu í lífinu. Þannig hefur Guðrún mikl areynslu af störfum í atvinnulífinu en fátt segir af Áslaugu í þeim efnum. Reginmunur á lífsstíl þeirra tveggja.
Átök hafa staðið um árabil milli Guðlaugs og Áslaugar. Engunm þarf að koma á óvart þótt ekki hafi náðst sættir þar. Nú er sýnt að Hulduher Guðlaugs er kominn í stellingar og ætlar að koma Guðrúnu í formannsstólinn …