Föstudagur 14. febrúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Dagur er hugsi yfir alþjóðamálum: „Hvernig ætlum við að bregðast við?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dagur B. Eggertsson segir ótrúlega tíma vera í alþjóðamálum í augnablikinu og veltir fyrir sér hvernig Ísland muni bregðast við stöðunni.

Þingmaðurinn Dagur B. Eggertsson gerir stöðuna á alþjóðasviðinu að umtalsefni í nýrri Facebook-færslu en þar veltir hann fyrir sér hvernig best sé fyrir Íslandi að bregðast við breyttri sviðsmynd, nú þegar Donald Trump er tekinn við stjórn Bandaríkjanna.

„Það eru ótrúlegir tímar í alþjóðamálum – hvernig metum við stöðuna og hvernig ætlum við að bregðast við?“ segir Dagur í upphafi færslunnar og heldur áfram:

„Nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna gaf í fyrradag yfirlýsingar um Úkraínu sem allir bandamenn Úkraínu hljóta að vera hugsi yfir, svo ekki sé meira sagt. Bandaríkjaforseti fylgdi í kjölfarið með símtali við Pútin, og svo Zelenskí. Evrópusambandi brást strax við og kallaði eftir sæti við borðið í væntanlegum friðarviðræðum. Sjö stærstu Evrópulöndin, þar á meðal Bretar voru með í för. Þessir viðburðir hafa tvímælalaust fært Breta og ESB nær hvort öðru.“

Dagur segir svo frá því að varnarmálaráðherrar NATO-ríkja muni hittast á öryggisráðstefnu í Muchen í Þýskalandi en þar verða þær Þorgerður Katrín utanríkisráðherra, Kristrún forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún, fyrrum utanríkisráðherra, meðal þátttakenda. „Eftir helgi hefst svo fundur þingmannavettvangs NATO, þar sem ég fer fyrir sendinefnd Alþingis Íslendinga.“

Þá segir Dagur það merkilegt hvað varnar- og öryggismál voru „gegnumgangandi áhersluatriði alls staðar í umræðunni á Alþingi í gær“.

- Auglýsing -

Segist hann hafa fengið tækifæri til að útskýra á þinginu hvað þingmannavettvango Nato væri.

„Ég fékk tækifæri til að fara yfir hvað þingmannavettvangur NATO væri en ekki síður lýsa þeirri ótrúlegu upplifun að hafa verið í nánum samskiptum við borgarstjóra Eystrasaltsríkjana og Norðurlanda í gegnum undanfarin ár sem litast hafa af innrás Rússa í Úkraínu. Þar höfum við séð hraðari breytingar í viðhorfum til varnar- og utanríkismála en nánast nokkurn tímann áður. Nýtt öryggismat og mögulegar sviðsmyndir sem leyniþjónusta Danmerkur birti í gær undirstrikar að þessi mál og nýtt stöðumat er að breytast hratt og getur breyst hratt. Og Ísland og Alþingi þarf að vera vakandi fyrir þessu og opið fyrir að endurhugsa mjög margt, á nýjum grunni.“

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -