Föstudagur 14. febrúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Auður syngur um fortíðarþrá á Valentínusardaginn: „Svo skrítið hvaða augnablik við varðveitum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lútherson eða Auður eins og hann kallar sig stundum, gefur út glænýtt lag í tilefni Valentínusardagsins sem er í dag.

Auðunn býr nú og starfar í Los Angeles en þar hefur hann alls ekki setið auðum höndum heldur hefur hann verið að semja lög á fullu undanfarin ár. Texti nýja lagsins málar mynd af minningu um ástarsamband með vísunum í Dimmuborgir og íslenskan raunveruleika.

„Lagið fjallar um endurminningar og að reyna halda í fortíðina. Það er svo skrítið hvaða augnablik við varðveitum og vistum í langtímaminninu og hvernig tíminn og lífið hefur áhrif á þessar minningar,“ segir Auðunn.

Hér er brot úr textanum:

„Varðveiti næturnar sem ég fékk að kyssa á þér augnlokin,
bíllinn stopp og við horfum á himinninn.“

Hljóðfæraleikur, texti, upptökur og hljóðblöndum var í höndum Auðuns Lútherssonar og Gabríels Ólafssonar píanóleikara.

Auðunn hefur undanfarin tvo ár búið í Los Angeles og starfað þar sem tónlistarmaður og hljóðupptökustjóri. Þar hefur hann meðal annars verið hluti af beinu streymi Twitch stjörnunnar Kai Cenat og unnið tónlist fyrir listamenn á borð við Social House, Prince Ndour, Adelina, YSA og ChiChi.

Hér má hlusta á lagið Varðveiti næturnar:

- Auglýsing -

Hér má svo sjá Auður syngja lagið:

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Luthersson (@auduraudur)

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -