Samfylkingin fær stóra herbergið á Alþingi eftir allt saman, eftir að reglunum þar á bæ var breytt. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir segir fýluna sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins fóru í vegna herbergismálsins, vera fáránlega í samhengi við raunverulegar áskoranir sem almenningur stendur frammi fyrir daglega.
„Þetta er auðvitað svo fáranlegt í samhengi við allar þær raunverulegu áskoranir sem fólk stendur frammi fyrir í samfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn á ekkert meira tilkall til vinnuherbergis sem er í almannaeigu frekar en einhver annar – og er það bara hollt að fólk og flokkar séu minnt á að völd þeirra og hefðir eru ekki náttúrulögmál.“ Þannig hefst Facebook-færsla Uglu Stefaníu þar sem hún talar stuttlega um fréttina af því að Samfylkingin fái eftir allt saman stóra herbergið sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins töldu sig hálfpartinn eiga.
Í seinni hluta færslunnar segir hún fýlu Sjálfstæðismanna vera farsakennda: