Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Rænd á meðan hún fagnaði heimsmeistaratitlinum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brotist var inn á hótelherbergi einnar af stjörnum bandaríska liðsins í fótbolta á sama tíma og hún fagnaði heimsmeistaratitlinum með liðsfélögum sínum.

Bandarísku konurnar fengu höfðinglegar móttökur við komuna frá Frakklandi og hófust hátíðarhöldin í New York þar sem borgarstjórinn, Bill de Blasio, afhenti þeim lykil að borginni, heiðursvott fyrir frábæra frammistöðu. Þaðan hélt liðið til Los Angeles þar sem frekari veisluhöld biðu.

Á sama tíma og liðið fagnaði í Los Angeles var brotist inn á hótelherbergi miðjumannsins Allie Long og persónulegum munum í hennar eigu stolið. Þar á meðal voru giftingarhringur hennar, reiðufé og lykillinn sem borgarstjórinn í New York hafði afhent henni fyrr um daginn. Blessunarlega fyrir Long komst þjófurinn ekki yfir verðlaunapeninginn frá HM.

Af Twitter færslu Long að dæma virðist hún einna helst sakna lykilsins að New York og spyr hún de Blasio hvort nokkur möguleiki sé að fá annan slíkan.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -